Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 09. janúar 2021 17:33
Aksentije Milisic
Salah hjálpar heimabæ sínum - Gefur súrefniskúta
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, heldur áfram að láta gott af sér leiða og nú hefur hann hjálpað heimabæ sínum í baráttunni við kóróna veiruna.

Hann hefur gefið bænum súrefniskúta sem eru ætlaðir þeim sem eru að berjast við veiruna.

Þessi 28 ára gamli Egypti er fæddur í þorpinu Nagrig en hann hefur veitt bænum fjármagn til að hafa sjúkrabílastöð, skóla fyrir stelpur, aðstöðu fyrir íþróttir auk skólphreinsistöðvar.

Nýjasta góðverk hans hefur komið í gegnum Nagrig góðgerðarsamtökin sem hann stofnaði árið 2017. Hann komst að því að fórnarlömb veirunnar væru að deyja vegna súrefnisskort á spítölum.

Hann hefur því gefið spítölum súrefniskúta sem eiga eftir að koma sér vel í þessari erfiðu baráttu sem stendur yfir.
Athugasemdir
banner
banner
banner