fim 09. febrúar 2023 09:40
Elvar Geir Magnússon
Liverpool hefur áhuga á Branthwaite - Alvarez eftirsóttur
Powerade
Liverpool og Man Utd eru meðal félaga sem hafa áhuga á Jarrad Branthwaite.
Liverpool og Man Utd eru meðal félaga sem hafa áhuga á Jarrad Branthwaite.
Mynd: Getty Images
Edson Alvarez í enska boltann?
Edson Alvarez í enska boltann?
Mynd: EPA
Tekur Arne Slot við Leeds?
Tekur Arne Slot við Leeds?
Mynd: Getty Images
Lewis Hall.
Lewis Hall.
Mynd: EPA
Velkomin í slúðurpakkann! Branthwaite, Aubameyang, Silva, Bellingham, Foster, De Jong og fleiri í pakkanum í dag.

Liverpool er meðal félaga sem hafa áhuga á Jarrad Branthwaite (20), varnarmanni Everton sem er á láni hjá PSV Eindhoven. Manchester United og Roma eru einnig með augastað á miðverðinum unga. (Mail)

Gabonski sóknarmaðurinn Pierre-Emerick Aubameyang (33) er á barmi þess að yfirgefa Chelsea fyrir Los Angeles FC í Bandaríkjunum. (Le10Sport)

Chelsea er komið langt á veg í viðræðum við brasilíska varnarmanninn Thiago Silva (38) um samning út næsta tímabil. (Evening Standard)

Arsenal, Liverpool og Newcastle hafa öll áhuga á mexíkóska miðjumanninum Edson Alvarez (25) hjá Ajax. (Caught Offside)

Arsenal gæti fengið greiða leið að kaupum á spænska miðjumanninum Martin Zubimendi (24) frá Real Sociedad í sumar. Barcelona ætlar að beina athygli sinni annað. (Mirror)

Barcelona þarf að skera launakostnað niður og gæti selt hollenska miðjumanninn Frenkie de Jong (25) og spænska sóknarleikmanninn Ansu Fati (20) í sumar. Báðir hafa þeir verið orðaðir við Manchester United. (Mail)

Jude Bellingham (19), miðjumaður Borussia Dortmund og enska landsliðsins, hefur útilokað skipti til Chelsea eða Paris St-Germain í sumar. Liverpool, Barcelona, Real Madrid, Manchester City og Manchester United hafa öll áhuga á leikmanninum. (Express)

Everton mun gera aðra tilraun til að fá portúgalska framherjann Beto (25) frá ítalska félaginu Udinese í sumar. Everton mistókst að fá hann í janúar. (Mondo Udinese)

Spænski þjálfarinn Andoni Iraola (40) hjá Rayo Vallecano hefur hafnað því að taka við Leeds. Erfiðlega gengur í stjóraleit Leeds eftir að Jesse Marsch var rekinn. (Onda Cero)

Arne Slot, stjóri Feyenoord, er nú talinn líklegastur samkvæmt veðbönkum til að taka við Leeds. Nuno Espirito Santo, fyrrum stjóri Wolves og Tottenham, er meðal manna sem eru orðaðir við starfið. (Oddschecker)

Tottenham gæti sótt Ben Foster (39), fyrrum markvörð Manchester United, í ljósi þess að Hugo Lloris verður frá í að minnsta kosti sex vikur vegna hnémeiðsla. Foster tilkynnti í september að hann hefði lagt hanskana á hilluna en gæti gert skammtímasamning. (Mirror)

Staða Nathan Jones (49), stjóra Southampton, er ekki í hættu sem stendur. Jones var ráðinn í nóvember en Dýrlingarnir eru á botni ensku úrvalsdeildarinnar, þremur stigum frá öruggu sæti. (Mail)

Chelsea hefur ákveðið að lána Andrey Santos (18) til Brasilíu ef hann fær ekki atvinnuleyfi. Miðjumaðurinn er einn af átta leikmönnum sem Chelsea fékk í janúarglugganum en hann kom á 16 milljónir punda frá Vasco de Gama. (Evening Standard)

Chelsea er komið vel á veg í viðræðum um nýjan samning við enska vinstri bakvörðinn Lewis Hall (18) en núgildandi samningur hans er til 2025. (Football Insider)

Olivier Giroud (36), fyrrum sóknarmaður Arsenal, mun ræða við AC Milan um nýjan samning. Everton hafði áhuga á franska landsliðsmanninum í janúar. (Fabrizio Romano)

Marokkóski miðjumaðurinn Sofyan Amrabat (26) sem fór á kostum á HM var tilbúinn að spila launalaust til að reyna að koma í gegn skiptum frá Fiorentina til Barcelona. (Mundo Deportivo)

Hasan Salihamidzic, íþróttastjóri Bayern München, segir að tilboði frá Inter í franska varnarmanninn Benjamin Pavard (26) hafi verið hafnað. (Bild)

Spænski varnarmaðurinn Sergi Roberto (31) mun samþykkja framlengingu á samningi sínum við Barcelona. Félagið bauð honum endurbættan samning. (Relevo)

Huddersfield íhugar að reyna að fá Dean Holden, stjóra Charlton, til að taka við liðinu eftir að Mark Forheringham var rekinn. Chris Wilder, fyrrum stjóri Sheffield United, og Leam Richardson, fyrrum stjóri Wigan, eru einnig orðaðir við starfið. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner