Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
banner
   fös 09. febrúar 2024 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ánægður með síðasta ár - „Alltaf talað um hann en þróunin var góð"
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, hér til vinstri.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, hér til vinstri.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Verkefnið leggst bara vel í mig. Við komum saman eftir einhverja tíu daga og verðum klár. Við þurfum að vera tilbúin í alvöru leiki," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Framundan eru mikilvægir leikir gegn Serbíu í umspili Þjóðadeildarinnar. Fyrri leikurinn fer fram í Serbíu föstudaginn 23. febrúar og sá seinni á Kópavogsvelli þriðjudaginn 27. febrúar.

Takist Íslandi að sigra Serbíu mun liðið halda sæti sínu í A deild í undankeppni EM 2025, en með tapi fellur Ísland í B deild.

„Það eru mjög góðir leikmenn þarna og við þurfum að varast ýmsa hluti hjá þeim," segir Steini en þetta verður gott próf fyrir íslenska liðið.

„Þetta er prófraun. Við erum að byrja árið og þurfum að byrja það til að halda okkur á þeim stað sem við viljum vera á. Við þurfum að eiga tvo góða leiki. Það er forgangsatriði að vera í A-deild því það hjálpar okkur mikið."

Segja má að síðasta ár hafi verið svolítið upp og niður, en liðið endaði það frábærlega.

„Ég var mjög ánægður með síðasta ár. Sama hvað fólk skrifaði eða hélt fram, þá vorum við að ná mjög góðum úrslitum gegn mörgum sterkum liðum. Þessi Þýskalandsleikur, það er alltaf verið að tala um hann, en heilt yfir var þróunin á liðinu góð og sérstaklega eftir að það var komið jafnvægi á breytingarnar; þeim fór að fækka. Þegar Þjóðadeildin byrjar kemur ró og í framhaldi af því, þá var liðið að þróast og þroskast í rétta átt," segir Steini.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir