Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   fös 09. febrúar 2024 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ánægður með síðasta ár - „Alltaf talað um hann en þróunin var góð"
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, hér til vinstri.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, hér til vinstri.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Verkefnið leggst bara vel í mig. Við komum saman eftir einhverja tíu daga og verðum klár. Við þurfum að vera tilbúin í alvöru leiki," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Framundan eru mikilvægir leikir gegn Serbíu í umspili Þjóðadeildarinnar. Fyrri leikurinn fer fram í Serbíu föstudaginn 23. febrúar og sá seinni á Kópavogsvelli þriðjudaginn 27. febrúar.

Takist Íslandi að sigra Serbíu mun liðið halda sæti sínu í A deild í undankeppni EM 2025, en með tapi fellur Ísland í B deild.

„Það eru mjög góðir leikmenn þarna og við þurfum að varast ýmsa hluti hjá þeim," segir Steini en þetta verður gott próf fyrir íslenska liðið.

„Þetta er prófraun. Við erum að byrja árið og þurfum að byrja það til að halda okkur á þeim stað sem við viljum vera á. Við þurfum að eiga tvo góða leiki. Það er forgangsatriði að vera í A-deild því það hjálpar okkur mikið."

Segja má að síðasta ár hafi verið svolítið upp og niður, en liðið endaði það frábærlega.

„Ég var mjög ánægður með síðasta ár. Sama hvað fólk skrifaði eða hélt fram, þá vorum við að ná mjög góðum úrslitum gegn mörgum sterkum liðum. Þessi Þýskalandsleikur, það er alltaf verið að tala um hann, en heilt yfir var þróunin á liðinu góð og sérstaklega eftir að það var komið jafnvægi á breytingarnar; þeim fór að fækka. Þegar Þjóðadeildin byrjar kemur ró og í framhaldi af því, þá var liðið að þróast og þroskast í rétta átt," segir Steini.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner