Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   fös 09. febrúar 2024 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ánægður með síðasta ár - „Alltaf talað um hann en þróunin var góð"
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, hér til vinstri.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, hér til vinstri.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Verkefnið leggst bara vel í mig. Við komum saman eftir einhverja tíu daga og verðum klár. Við þurfum að vera tilbúin í alvöru leiki," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Framundan eru mikilvægir leikir gegn Serbíu í umspili Þjóðadeildarinnar. Fyrri leikurinn fer fram í Serbíu föstudaginn 23. febrúar og sá seinni á Kópavogsvelli þriðjudaginn 27. febrúar.

Takist Íslandi að sigra Serbíu mun liðið halda sæti sínu í A deild í undankeppni EM 2025, en með tapi fellur Ísland í B deild.

„Það eru mjög góðir leikmenn þarna og við þurfum að varast ýmsa hluti hjá þeim," segir Steini en þetta verður gott próf fyrir íslenska liðið.

„Þetta er prófraun. Við erum að byrja árið og þurfum að byrja það til að halda okkur á þeim stað sem við viljum vera á. Við þurfum að eiga tvo góða leiki. Það er forgangsatriði að vera í A-deild því það hjálpar okkur mikið."

Segja má að síðasta ár hafi verið svolítið upp og niður, en liðið endaði það frábærlega.

„Ég var mjög ánægður með síðasta ár. Sama hvað fólk skrifaði eða hélt fram, þá vorum við að ná mjög góðum úrslitum gegn mörgum sterkum liðum. Þessi Þýskalandsleikur, það er alltaf verið að tala um hann, en heilt yfir var þróunin á liðinu góð og sérstaklega eftir að það var komið jafnvægi á breytingarnar; þeim fór að fækka. Þegar Þjóðadeildin byrjar kemur ró og í framhaldi af því, þá var liðið að þróast og þroskast í rétta átt," segir Steini.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner