Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Eyþór: Talað um báða titlana frá fyrsta samtali
Marc McAusland: Lífið er gott í ÍR
Sigurður Bjartur: Gat ekki klúðrað þessu færi
Haddi: Gefum of einföld mörk
Davíð Smári: Ætla ekki að nota það sem afsökun
Heimir: Spiluðu ágætis varnarleik sem þeir eru kannski ekki þekktir fyrir
banner
   fös 09. febrúar 2024 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ánægður með síðasta ár - „Alltaf talað um hann en þróunin var góð"
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, hér til vinstri.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, hér til vinstri.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Verkefnið leggst bara vel í mig. Við komum saman eftir einhverja tíu daga og verðum klár. Við þurfum að vera tilbúin í alvöru leiki," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Framundan eru mikilvægir leikir gegn Serbíu í umspili Þjóðadeildarinnar. Fyrri leikurinn fer fram í Serbíu föstudaginn 23. febrúar og sá seinni á Kópavogsvelli þriðjudaginn 27. febrúar.

Takist Íslandi að sigra Serbíu mun liðið halda sæti sínu í A deild í undankeppni EM 2025, en með tapi fellur Ísland í B deild.

„Það eru mjög góðir leikmenn þarna og við þurfum að varast ýmsa hluti hjá þeim," segir Steini en þetta verður gott próf fyrir íslenska liðið.

„Þetta er prófraun. Við erum að byrja árið og þurfum að byrja það til að halda okkur á þeim stað sem við viljum vera á. Við þurfum að eiga tvo góða leiki. Það er forgangsatriði að vera í A-deild því það hjálpar okkur mikið."

Segja má að síðasta ár hafi verið svolítið upp og niður, en liðið endaði það frábærlega.

„Ég var mjög ánægður með síðasta ár. Sama hvað fólk skrifaði eða hélt fram, þá vorum við að ná mjög góðum úrslitum gegn mörgum sterkum liðum. Þessi Þýskalandsleikur, það er alltaf verið að tala um hann, en heilt yfir var þróunin á liðinu góð og sérstaklega eftir að það var komið jafnvægi á breytingarnar; þeim fór að fækka. Þegar Þjóðadeildin byrjar kemur ró og í framhaldi af því, þá var liðið að þróast og þroskast í rétta átt," segir Steini.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner