Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fös 09. febrúar 2024 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ánægður með síðasta ár - „Alltaf talað um hann en þróunin var góð"
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, hér til vinstri.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, hér til vinstri.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Verkefnið leggst bara vel í mig. Við komum saman eftir einhverja tíu daga og verðum klár. Við þurfum að vera tilbúin í alvöru leiki," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Framundan eru mikilvægir leikir gegn Serbíu í umspili Þjóðadeildarinnar. Fyrri leikurinn fer fram í Serbíu föstudaginn 23. febrúar og sá seinni á Kópavogsvelli þriðjudaginn 27. febrúar.

Takist Íslandi að sigra Serbíu mun liðið halda sæti sínu í A deild í undankeppni EM 2025, en með tapi fellur Ísland í B deild.

„Það eru mjög góðir leikmenn þarna og við þurfum að varast ýmsa hluti hjá þeim," segir Steini en þetta verður gott próf fyrir íslenska liðið.

„Þetta er prófraun. Við erum að byrja árið og þurfum að byrja það til að halda okkur á þeim stað sem við viljum vera á. Við þurfum að eiga tvo góða leiki. Það er forgangsatriði að vera í A-deild því það hjálpar okkur mikið."

Segja má að síðasta ár hafi verið svolítið upp og niður, en liðið endaði það frábærlega.

„Ég var mjög ánægður með síðasta ár. Sama hvað fólk skrifaði eða hélt fram, þá vorum við að ná mjög góðum úrslitum gegn mörgum sterkum liðum. Þessi Þýskalandsleikur, það er alltaf verið að tala um hann, en heilt yfir var þróunin á liðinu góð og sérstaklega eftir að það var komið jafnvægi á breytingarnar; þeim fór að fækka. Þegar Þjóðadeildin byrjar kemur ró og í framhaldi af því, þá var liðið að þróast og þroskast í rétta átt," segir Steini.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner