Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 09. maí 2021 21:47
Brynjar Ingi Erluson
Frakkland: PSG gerði jafntefli - Lille í kjörstöðu
Neymar skoraði en fer ekki sáttur á koddann í kvöld
Neymar skoraði en fer ekki sáttur á koddann í kvöld
Mynd: EPA
Franska stórliðið Paris Saint-Germain virðist vera að stimpla sig úr titilbaráttunni eftir að liðið gerði 1-1 jafntefli við Rennes í frönsku deildinni í kvöld.

Það var mikið líf í leiknum. Liðin skiptust á færum og þá kom Jeremy Doku boltanum í netið á 29. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Tveimur mínútum síðar vildi Doku fá vítaspyrnu er Kurzawa fór í hann innan teigs en ekkert var dæmt.

Moise Kean skallaði boltann í markið á 39. mínútu en aftur var markið dæmt af. Í þetta sinn var boltinn farinn úr leik þegar Colin Dagba kom honum fyrir markið og því réttilega tekið af Kean.

Það voru miklar tafir í kringum VAR-dómgæsluna og því sex mínútum bætt við í fyrri hálfleik en þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma fékk PSG vítaspyrnu er Kurzaa var tekinn niður í teignum. Neymar fór á punktinn, skoraði og fagnaði nýja samningnum.

Rennes jafnaði leikinn á 70. mínútu. Serhou Duirassy gerði mark heimamanna. Undir lokin fékk Presnel Kimpbembe, varnarmaður PSG, að líta rauða spjaldið fyrir ljótt brot á Doku á vængnum.

Jafntefli niðurstaðan í Rennes og PSG núna þremur stigum á eftir Lille þegar tveir leikir eru eftir. Lille, sem var við það að fara í gjaldþrot í desember, er nú í kjörstöðu til að vinna deildina eftir mikla einokun frá PSG síðustu ár.
Athugasemdir
banner
banner