Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 09. maí 2022 23:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtöl
„Galið að sambandið skuli ekki vera með smá pung í að taka þessar ákvarðanir"
Leitun að eins lélegri knattspyrnuaðstöðu í eins stóru bæjarfélagi
Lengjudeildin
Davíð Smári: Skömmin liggur líka hjá Akureyrarbæ
Davíð Smári: Skömmin liggur líka hjá Akureyrarbæ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik í Boganum í febrúar
Úr leik í Boganum í febrúar
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA spilaði gegn Selfossi í mars
KA spilaði gegn Selfossi í mars
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þorlákur Árnason
Þorlákur Árnason
Mynd: Palli Jóh / thorsport
Óvíst hversu alvarlega Daði er meiddur.
Óvíst hversu alvarlega Daði er meiddur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fannar fór líka meiddur af velli
Fannar fór líka meiddur af velli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
SaltPay-völlurinn snævi þakinn á dögunum
SaltPay-völlurinn snævi þakinn á dögunum
Mynd: JSJ
SaltPay-völlurinn í leik þessara liða í júní í fyrra
SaltPay-völlurinn í leik þessara liða í júní í fyrra
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þetta ástand er ekki gott og það að vera þjálfari hjá Þór er ekki auðvelt varðandi aðstöðu.
Þetta ástand er ekki gott og það að vera þjálfari hjá Þór er ekki auðvelt varðandi aðstöðu.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þór og Kórdrengir mættust í Boganum í 1. umferð Lengjudeildarinnar á föstudag. Þórsarar fóru með 1-0 sigur af hólmi en helsta umræðuefnið eftir leikinn er leikstaðurinn vegna meiðsla tveggja leikmanna í leiknum.

Þeir Fannar Daði Malmquist Gíslason og Daði Bergsson festust í gervigrasinu í Boganum og þurftu að fara af velli vegna hnémeiðsla.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  0 Kórdrengir

Guðmann Þórisson, fyrirliði Kórdrengja, var til viðtals eftir leik og var allt annað en sáttur við að spilað væri inn í Boga og sagði m.a.:

„Það sem mér finnst mest fúlt er að þurfa að spila á þessum hörmulega velli hérna. Það slíta hugsanlega tveir krossband hérna. Það er fokking 2022, hversu margir þurfa að slíta krossband? Maður er búinn að heyra um þennan skíta fokking völl og það er enn verið að spila hérna. Maður er allan veturinn að æfa og svo kemur maður á þennan völl og slítur kannski krossband, þetta er djók, KSÍ ætti að skammast sín fyrir að leyfa þennan völl."

Ekki komið í ljós hversu alvarleg meiðslin eru
Fótbolti.net ræddi við Davíð Smára Lamude, þjálfara Kórdrengja í dag. Er eitthvað komið í ljós með meiðsli Daða?

„Nei, það er ekkert komið í ljós. Það er bara beðið eftir því að hann komist í segulómun. Mér finnst mjög ólíklegt að þetta séu smávægileg meiðsli en auðvitað vonar mað það besta. Hann festir fótinn í grasinu og fer í yfirfettu afturábak. Ég er ekkert rosalega bjartsýnn en mig langar samt að vera það."

Á ekki að vera í höndum félaganna
Hafa Kórdrengir eitthvað rætt við KSÍ eftir leikinn?

„Nei. Ég reyndi að ræða við þá fyrir leikinn um að fá leikstað breytt. Mín skoðun er bara sú að ef félögin eru með ákveðna aðalvelli skráða til leiks og þeir eru ekki tilbúnir fyrir mót þá á bara KSÍ að taka ákvörðun um að svissa leikjum. Ég skil alveg Þórsarana að vilja ekki fá útileik í fyrsta leik og ég myndi örugglega sjá þetta eins og þeir og skil þá fullkomlega."

„Þetta á bara ekki að vera í höndum félaganna ef félög eru með grasvöll sem aðalvöll og þeir eru ekki tilbúnir. KSÍ á bara að taka ákvörðun og svissa leikjunum ef liðið sem á útileik spilar sína heimaleiki á gervigrasi. Þá hefðum við átt Þór heima og þeir hefðu átt heimaleikinn í seinni umferðinni. Þetta er bara galið að knattspyrnusambandið skuli ekki vera með smá pung í að taka þessar ákvarðanir. Ef KSÍ væri með þessa ákvarðanatöku þá hefðu Þórsararnir ekkert verið fúlir."


Ekki boðlegt
„Þetta er algjör synd. Burtséð frá því hvernig grasið er þarna inni þá er lofthæðin bara einhverjir sex metrar við hliðarlínu. Leikurinn var stoppaður svona 40 sinnum á meðan leik stóð - þetta er ekki boðlegt."

„Líka fyrir Þórsarann, ég veit að Þorlákur er að reyna vera jákvæður og svona en miðað við hvernig þetta leit út í leiknum þá er eitthvað mikið að Fannari og ég verð mjög hissa ef þetta verða bara einhverjar nokkrar vikur sem hann verður frá. Greyið strákurinn, maður bara vorkenndi honum."

„Eins og Guðmann réttilega segir, þó að hann hafi kannski gengið fulllangt í viðtalinu, hvað þarf eiginlega að gerast? Mér finnst að ákvarðanatakan, ef leikvellir eru ekki tilbúnir, að þetta eigi að vera í höndum KSÍ þannig að það sé hægt að svissa leikjum."


Hefði gert það sama og Þórsarar
„Við sjáum Framarana og Víkinga svissa sínum leikjum þar sem heimavöllur Fram er ekki tilbúinn. Þetta á að vera í höndum KSÍ. Það er ekkert hjá mér sem hallar á Þórsarana. Ég skil þá fullkomlega að spila í Boganum fyrst að þeir fengu að ráða því. Ég hefði gert það sama."

„Þetta er bara algjör synd, að það séu leikmenn sem eru trekk í trekk að lenda í löngum meiðslum af því að spila þarna inni og skömmin liggur líka hjá Akureyrarbæ."


Aðstaðan ekki góð
Fréttaritari heyrði næst í Þorláki Árnasyni, þjálfara Þórs, og fékk hans sýn á hlutina. Var flókin ákvörðun að spila leikinn í Boganum?

„Það er bara eins og það hefur verið undanfarin ár. Boginn er varavöllur fyrir Þór og Þór/KA. Við erum ekkert byrjaðir að æfa á grasi. Leikstaðurinn er eitthvað sem einhverjir aðrir en ég taka ákvörðun um og voða lítið sem maður getur sagt eða gert. Aðstaðan er ekki góð og grassvæðið er ekki gott heldur."

Var einhver umræða um að spila leikinn á Dalvík?

„Nei, það var það í rauninni ekki. Það er ekki eins einfalt og það hljómar. Það eru allir að spila á Dalvík. Eini góði völlurinn á Norðurlandi er á Dalvík og margir vilja nýta hann."

„Þetta ástand er ekki gott og það að vera þjálfari hjá Þór er ekki auðvelt varðandi aðstöðu."


Hvernig lítur þetta út með Fannar?

„Við vitum ekki neitt fyrr en hann fer í segulómun. Þetta lítur ekki vel út en hvort þetta er krossband eða eitthvað annað er ekki vitað."

Stjórnin tekur ákvörðun varðandi leikstað
Davíð Smári sá þetta þannig að fyrst að SaltPay-völlurinn var ekki klár að þá hefði átt að svissa heimaleikjunum. Hvernig sérð þú þetta?

„Í þessum málum, eins og í vetur, þá hafa aðrir en ég ráðið þessu. Ég hugsa að hann ráði öllu í sínu félagi en það er ekki þannig hjá Þór. Það var óskað eftir breytingu á leikstað í Lengjubikarnum og þá lét ég stjórn taka ákvörðun í því tilviki."

„Það er einhver grasvallasérfræðingur sem tekur ákvörðun með grasvöllinn. Þetta leit nokkuð vel út fyrir nokkrum vikum síðan. Það komu fjórir mjög góðir dagar í röð en síðan hefur verið mjög kalt. Grasið er ekki gott og það er spáð svaka kulda núna. Stefnan er samt að fara á gras."


Ekki hægt að flytja knattspyrnudeildina á Dalvík
„Þór er að berjast fyrir bættri aðstöðu og það er flott að fólk sé sammála okkur. Við, yngri flokkar og meistaraflokkur Þórs getur ekki flutt og verið bara á Dalvík."

„KA-völlurinn, það er svipað dæmi. Ástæðan fyrir því að það er verið að taka það allt í gegn er út af því að aðstaðan var hræðileg."

„Ég held að það sé leitun að eins lélegri knattspyrnuaðstöðu í eins stóru bæjarfélagi og Akureyri. Maður er bara að reyna vinna með þetta sem við höfum."


Furðulegt að aðili tengdur framleiðandanum tæki út gervigrasið
Fannst þér skrítið í vetur að það hafi verið gefið grænt ljós á að spila í Boganum þegar aðstaðan var tekin út?

„Mér fannst furðulegt að það virtist vera sami aðili, sem tengdur var framleiðandanum, væri að taka þetta út. Ég get haft svaka skoðun á því og tilfinningar en völlurinn fékk samþykki."

„Sama má segja um heimavöll Þróttar, gervigrasið í Laugardal, þeir eru mjög óánægðir með þann völl en hann fékk líka samþykki."

„Ég get ekki haft skoðun á því en það er ekki að fara hjálpa mér. Ég get ekki æft á grasi, ég get ekki annars staðar nema kannski á Dalvík. Þórsarar eru bara með mjög lélega aðstöðu."


Ætla spila næsta leik á grasi
Hvernig lítur þetta út með annan heimaleikinn í deildinni? Sá leikur er settur á 20. maí þegar Grindvíkingar koma í heimsókn.

„Ég held að sá leikur verður spilaður á grasi. Völlurinn er ekki góður en ég held að stelpurnar spili á honum á laugardaginn og svo helgina eftir spilum við. Þetta er eins og þetta hefur verið undanfarin ár, 1-2 leikir í Boganum og það hefur ekki breyst. Stefnan hjá okkur er að spila næsta leik á grasi."

Bjóst ekki við því að þetta væri svona slæmt
Kom þér á óvart hversu slök aðstaðan var þegar þú tókst við starfinu hjá Þór síðasta haust?

„Varðandi Bogann er ekki flókið að kippa þessu í liðinn. Það þarf bara að skipta um gras. Við erum þak yfir höfuðið þar og með því að hafa skjól þá geturu gengið út frá því að það sé alltaf gott veður á æfingum sem er rosalegur kostur. Undirlagið er að mínu mati löngu búið en svo eru einhver test sem segja að ég hafi rangt fyrir mér."

„Síðan er grassvæðið... maður var bara í sjokki. Þá er ég að meina bara allt grassvæðið. Aðalvöllurinn er kannski allt í lagi í júlí en hitt grassvæðið... það eru rosalega margir iðkendur og krakkarnir búa við alveg hræðilegar aðstæður. Þetta mun stinga ennþá meira í augun þegar KA verður komið með frábæra aðstöðu og við sitjum eftir."

„Ég bjóst kannski ekki við því að þetta væri svona slæmt,"
sagði Láki.

Kórdrengir vonast eftir því að fá menn inn fyrir gluggalok
Aftur að Davíð Smára og Kórdrengum. Ef við gerum ráð fyrir því að Daði verði lengi meiddur. Þurfið þið þá að taka inn leikmann í staðinn?

„Daði var hugsaður sem framherji og átti að vera fremstur sem nía. Já, við þurfum að græja eitthvað því Leonard [Sigurðsson] er líka frá út tímabilið. Hann meiddist í leik á móti ÍH, fór úr axlarlið og hann verður frá í 3-4 mánuði. Sverrir Páll [Hjaltested], við leyfum okkur að vera bjartsýnir með hann en það er sprunga í ökkla og talað um 2-3 mánuði. Hann er búinn að vera frá í mánuð og því erum við að horfa í 6-8 vikur."

Þið voruð með sóknarmann á reynslu á dögunum. Verður hann kominn með leikheimild fyrir gluggalok?

„Já, ég vona það en ég geri mér grein fyrir því að það er mikið að gera í UTL [Útlendingastofnun], mikið af flóttamönnum og annað að koma en auðvitað vonar maður það," sagði Davíð.


Guðmann brjálaður - „Hversu margir þurfa að slíta krossbönd?"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner