
Þvílík skemmtun sem einvígi Inter og Barcelona var. Leikurinn sem maður vildi að myndi aldrei enda. Í kvöld er það PSG - Arsenal. En fyrst af öllu er það slúðurpakki dagsins!
Arsenal er að íhuga að gera annað tilboð í Lee Kang-in (24), miðjumann Paris Saint-Germain, eftir að hafa ekki náð að semja um Suður-kóreska landsliðsmanninn í janúar. (Sun)
Miðjumaðurinn Florian Wirtz (22) hjá Bayer Leverkusen og þýska landsliðinu mun líklega hafna möguleika á að fara til Manchester City eða Real Madrid. Hann vill að ganga til liðs við Bayern München. (Bild)
Al-Hilal í Sádi-Arabíu er að undirbúa tilboð í Bruno Fernandes (30), fyrirliða Manchester United. Rauðu djöflarnir hafa engar áætlanir um að selja portúgalska miðjumanninn. (Mail)
Newcastle fylgist með Jonathan Tah (29), varnarmanni Bayer Leverkusen og þýska landsliðsins, sem mun yfirgefa félagið þegar samningur hans rennur út í sumar. (Sun)
Enski miðjumaðurinn Harvey Elliott (22) hjá Liverpool er á blaði hjá nokkrum félögum í ensku úrvalsdeildinni, þar á meðal Wolves. (Talksport)
Real Madrid ætlar ekki að gera tilboð í Martin Zubimendi (26), miðjumann Real Sociedad, þar sem það telur sig ekki þurfa á spænska landsliðsmanninum að halda. Hann með riftunarákvæði upp á 60 milljónir evra (51 milljón punda). (OK Diario)
Klásúla í samningi Benjamin Sesko (21), framherja RB Leipzig, er meira en 80 milljónir evra (68 milljónir punda). Félög geta keypt hann fyrir lægri upphæð ef viðeigandi tilboð berst í slóvenska landsliðsmanninn. (Sky Sports Þýskaland)
Vængmaðurinn Mohammed Kudus (24) hjá West Ham er undir smásjá Arsenal. (Talksport)
Federico Chiesa (27) gæti verið á leiðinni frá Liverpool í sumar. AC Milan og Napoli hafa áhuga á ítalska vængmanninum. (Calciomercato)
Manchester United hefur bætt serbneska markverðinum Vanja Milinkovic-Savic (28) hjá Torino við óskalista sinn fyrir sumarið. (Givemesport)
Athugasemdir