„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist hjá okkur með þennan dómara. UEFA ætti að rannsaka hann," sagði Pedri, leikmaður Barcelona, eftir tapið gegn Inter í Meistaradeildinni í gær.
Inter vann 4-3 eftir stórkostlegan framlengdan leik. Börsungar eru brjálaðir út í pólska dómarann Szymon Marciniak. Þeir eru reiðir yfir ýmsum ákvörðunum, þar á meðal að hafa ekki fengið vítaspyrnu þegar kallað var eftir hendi á leikmann Inter og að Mkhitaryan hafi ekki fengið sitt annað gula spjald.
Inter vann 4-3 eftir stórkostlegan framlengdan leik. Börsungar eru brjálaðir út í pólska dómarann Szymon Marciniak. Þeir eru reiðir yfir ýmsum ákvörðunum, þar á meðal að hafa ekki fengið vítaspyrnu þegar kallað var eftir hendi á leikmann Inter og að Mkhitaryan hafi ekki fengið sitt annað gula spjald.
„Það eru hlutir sem ég hreinlega skil ekki og er erfitt að útskýra. Öll vafaatriði féllu með þeim," segir Pedri.
Fjölmiðlar sem eru á bandi Barcelona saka Marciniak um að vera hliðhollur erkifjendum þeirra í Real Madrid. Hafa þeir birt skjáskot af myndbandi þar sem Marciniak sést í búningsklefa og rétt við hann er snyrtitaska með merki Real Madrid.
Marciniak hefur tvisvar verið kjörinn besti dómari heims og dæmdi síðasta úrslitaleik HM, auk þess að hafa dæmt úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir