Arsenal hyggst gera annað tilboð í Kóreumanninn - Al-Hilal undirbýr tilboð í Bruno Fernandes - Tah undir smásjá Newcastle
   mið 07. maí 2025 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kom til baka og er hetja Inter eftir öll áföllin
Francesco Acerbi.
Francesco Acerbi.
Mynd: EPA
Varnarmaðurinn Francesco Acerbi var ein af hetjum Inter gegn Barcelona í Meistaradeildinni í gær. Hann jafnaði metin í uppbótartíma og sá til þess að einvígið færi í framlengingu, þar sem Inter vann.

Acerbi, sem var að skora sitt fyrsta mark í Meistaradeildinni í gær, hefur gengið í gegnum margt í lífinu.

Þessi 37 ára gamli varnarmaður lék í neðri deildunum á Ítalíu þar til hann var 22 ára þegar hann fékk sénsinn með Reggina í B-deildinni. Hann hefur síðan þá unnið sig upp og hefur spilað með Inter frá 2022.

Árið 2013 var hann greindur með krabbamein í eistum og þurfti hann að fara í aðgerð til að fjarlægja æxlið. Krabbameinið tók sig svo aftur upp stuttu síðar, en hann lét það ekki stoppa sig og hélt áfram að spila fótbolta.

Varnarmaðurinn öflugi hefur einnig talað opinskátt um þunglyndi sem hann glímdi við í kjölfar andlát föður síns fyrir nokkrum árum síðan. Hann segist hafa drukkið mikið eftir það og hann hafi drukkið allt sem var fyrir framan hann. Acerbi missti sig í áfenginu en vann sig til baka úr því.

Núna, eftir allt saman, er hann kominn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með Inter í annað sinn og hann er hetjan á bak við það.'
Athugasemdir
banner
banner