Arsenal hyggst gera annað tilboð í Kóreumanninn - Al-Hilal undirbýr tilboð í Bruno Fernandes - Tah undir smásjá Newcastle
   mið 07. maí 2025 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meistaraspáin - Enginn til að klára færin fyrir Arsenal
Hvað gerir Doue í kvöld?
Hvað gerir Doue í kvöld?
Mynd: EPA
Alli Jói og Aron Baldvin spá í leikina.
Alli Jói og Aron Baldvin spá í leikina.
Mynd: Fótbolti.net
Nær Saka að finna samherja sem getur skorað?
Nær Saka að finna samherja sem getur skorað?
Mynd: EPA
Seinni undanúrslitaleikur PSG og Arsenal fer fram í París í kvöld. PSG leiðir með einu marki eftir fyrri leikinn sem fór fram í síðustu viku á Emirates.

Meistaraspáin er skemmtileg keppni sem er spiluð með fram útsláttarkeppninni. Sérfræðingar í ár eru Alli Jói, þjálfari Völsungs, og Aron Baldvin Þórðarson, aðstoðarþjálfari Víkings. Aðili frá Fótbolta.net spáir einnig í leikina. Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást þrjú stig en eitt stig ef rétt tákn er á leiknum.

Fótbolti.net tók forystu í gær þar sem Þorsteinn Haukur spáði framlengingu í Mílanó. Svona er leikjunum í kvöld spáð:

Aðalsteinn Jóhann Friðriksson

PSG 2 - 0 Arsenal
Öskubuskuævintýri Arsenal í Meistarardeildinni líkur í París þetta árið. Ég held að París komist yfir og þá verður þetta þungur róður fyrir Arsenal. Arsenal fer að taka meiri sénsa og fara ofar á völlinn sem mun á endanum enda með marki í bakið á þeim.

Þetta verða þá PSG og Inter í úrslitaleiknum.

Aron Baldvin Þórðarson

PSG 2 - 2 Arsenal
Þetta verður dramatík og veisla líka. En þetta skemmtilega Parísarlið er sigurstranglegast að vinna mótið að mínu mati eftir að hafa séð fyrri leikinn.

Fótbolti.net - Stefán Marteinn

PSG 2 - 0 Arsenal
Désiré Doué hrellti Arsenal í fyrri leik liðana og hann mun halda því áfram í kvöld. Það mun verða Arsenal að falli í kvöld að eiga ekki alvöru níu til þess að klára leikinn. Bukayo Saka mun búa til einhver færi fyrir gestina en það er enginn þarna til að klára þau. Doué skorar fyrsta fyrir PSG og þegar Arsenal hendir öllu fram og vaskinum með fá þeir hraða sókn í bakið þar sem varamaðurinn Bradley Barcola klárar einvígið endanlega fyrir Parísarmenn.

Staðan í heildarkeppninni:
Alli Jói - 18
Aron Baldvin - 18
Fótbolti.net - 20
Athugasemdir
banner
banner
banner