Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, var ánægður með að hafa tekið stigin þrjú úr leik liðsins gegn ÍA í Pepsi-deild kvenna í dag, en Þór/KA vann 3-2 sigur á Skaganum.
,,Það er gott að leikurinn er búinn. Ég er himinlifandi með það að fara með þrjú stig heim að sjálfsögðu," sagði Jóhann við Fótbolta.net.
,,Það verður að hvíla og ná sér af meiðslum, það er ansi mikið um smávegis pústra hjá okkur og margir á annarri löppinni. Það þarf að byrja á því og svo þurfum við að æfa betur og meira til þess að vera klárar í að klára leiki."
Viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir























