Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 09. júní 2021 21:51
Brynjar Ingi Erluson
Southgate íhugar að byrja með fjóra bakverði gegn Króatíu
Luke Shaw gæti byrjað í þriggja manna miðvarðarlínu
Luke Shaw gæti byrjað í þriggja manna miðvarðarlínu
Mynd: EPA
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, íhugar nú að byrja með fjóra bakverði gegn Króatíu í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu en þetta kemur fram í Telegraph.

Southgate valdi sex bakverði í upprunalega landsliðshópinn en Trent Alexander-Arnold meiddist í fyrsta vináttuleik og neyddist til að draga sig úr hópnum.

Enskir miðlar hafa mikið pælt í mögulegu byrjunarlið Englands gegn Króatíu en Telegraph spáir því að Southgate komi til með að byrja með fjóra bakverði.

Harry Maguire er meiddur og missir af leiknum gegn Króatíu en hann mun að öllum líkindum spila 3-4-3. Kyle Walker og John Stones verða í þriggja manna varnarlínunni og þá er Southgate að íhuga að hafa Luke Shaw með þeim.

Ben Chilwell mun þá spila vinstri vængbakvarðarstöðuna en hægra megin verður valið á milli Reece James og Kieran Trippier.

Þetta leikkerfi spilaði Southgate síðasta haust í Þjóðadeildinni en skipti yfir í 4-2-3-1 í landsleikjunum í mars.
Athugasemdir
banner
banner
banner