Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 09. júní 2023 12:43
Elvar Geir Magnússon
Steinþór Freyr settur í bann út árið
Steinþór Freyr Þorsteinsson er 37 ára.
Steinþór Freyr Þorsteinsson er 37 ára.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður KA, hefur verið settur í bann frá þátttöku í fótbolta út árið 2023 fyrir brot á veðmálareglum. Þetta er niðurstaðan í dómi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ.

„Þegar aðili, sem fellur undir lögin, gerist uppvís af þátttöku í veðmálastarfsemi í tengslum við eigin leiki og eigið mót brýtur það gegn grundvallarreglu um heiðarlegan leik gagnvart öllum þátttakendum leiksins," segir í niðurstöðu málsins.

Hjá Steinþóri var um að ræða 40 tilvik sem að mestu áttu sér stað á árunum 2022 og 2023. Í eitt skipti veðjaði hann á leik sem hann tók þátt í sjálfur. Nefndin telur að hér sé um að ræða brot á grundvallarreglu sem eru alvarleg eðlis.

Um er að ræða leik KA og Vals sem KA vann 2-0 í október í fyrra. Steinþór kom inn af bekknum í leiknum. Veðmálaeftirlit UEFA rannsakaði leikinn en engar sérstakar vísbendingar voru um hagræðingu úrslita og mynstur veðmála í kringum leikinn
metin eðlileg.

Í málinu liggur fyrir skýr viðurkenning af hálfu Steinþórs við brotunum og iðrun af hans hálfu að hafa með dómgreindarbresti tekið þátt í veðmálastarfsemi eru lutu að eigin liði og keppnum sem lið hans tók þátt í.

Steinþór er 37 ára og lét forráðamenn KA vita um leið og málið kom upp og hefur síðan þá ekki verið í leikmannahóp liðsins. Hann hefur enn ekki spilað leik í Bestu deildinni á tímabilinu.

Hann er annar íslenski fótboltamaðurinn sem fær dóm á þessu ári fyrir brot á veðmálareglum. KSÍ dæmdi nýlega Sigurð Gísla Snorrason í árs bann vegna veðmála en hann veðjaði meðal annars á leik sem hann spilaði sjálfur með Aftureldingu.
Athugasemdir
banner
banner
banner