Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verður auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
banner
   fim 09. júlí 2020 21:46
Anton Freyr Jónsson
Daði Ólafs: Gæti ekki verið ánægðari
Daði Ólafsson leikmaður Fylkis
Daði Ólafsson leikmaður Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daði Ólafsson leikmaður Fylkis var ánægður eftir 4-1 heimasigur á móti KA mönnum á Würth vellinum í kvöld

Lestu um leikinn: Fylkir 4 -  1 KA

„Geðveikt að vera komnir með 9 stig og þrjá sigurleiki í röð í deild. Ég gæti ekki verið ánægðri."

KA spilaði með þriggja manna vörn í kvöld og var Daði spurður hvernig Fylkisliðið hafi lagt leikinn upp.

„Við ætluðum bara að pressa hátt og það gekk í dag."

Fylkismenn voru í brasi í fyrri hálfleik en komu sterkari inn í þann síðari og var Daði spurður hverju liðið hafi breytt fyrir síðari hálfleikinn.

„Í raun breyttum við ekki neinu, við héldum okkur við leikplanið, vorum þolinmóðir og leikurinn fór að ganga betur í síðari hálfleik."

Daði Ólafsson skorar hálfgert drauma mark þó Aron Dagur markmaður KA hafi verið í boltanum og var Daði spurður hvort það hafi ekki verið ljúft að sjá hann enda í netinu

„Heldur betur, það var gott að koma okkur yfir og leikmennirnir fylgdu eftir og bættu við 2 mörkum. Gæti ekki verið ánægðari."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner