Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   þri 09. júlí 2024 08:40
Ívan Guðjón Baldursson
Noslin, Tchaouna og Dele-Bashiru komnir til Lazio (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Lazio er búið að festa kaup á tveimur nýjum leikmönnum eftir að Marco Baroni tók við félaginu og er annar þeirra fyrrum lærisveinn Baroni hjá Verona.

Lazio greiðir rúmar 15 milljónir evra fyrir hollenska kantmanninn Tijjani Noslin, sem kom að 9 mörkum í 17 leikjum með Verona á seinni hluta síðustu leiktíðar.

Verona keypti Noslin frá Fortuna Sittard fyrir um 3 milljónir evra í janúar og er því að skila flottum hagnaði á stuttum tíma með þessari sölu.

Noslin er 25 ára gamall en hefur aldrei spilað fyrir hollenskt landslið.

Þá er franski kantmaðurinn Loum Tchaouna einnig genginn í raðir Lazio eftir að hafa komið að 10 mörkum í 35 leikjum með Salernitana sem féll úr Serie A deildinni í vor.

Lazio borgar um 8 milljónir evra fyrir Tchaouna, sem gekk til liðs við Salernitana á 3 milljónir fyrir einu ári síðan.

Tchaouna hefur verið mikilvægur hlekkur í yngri landsliðum Frakka, þar sem hann er kominn með 16 mörk í 43 leikjum. Hann er aðeins 20 ára gamall.

Að lokum er Fisayo Dele-Bashiru kominn til Lazio á lánssamningi frá tyrkneska félaginu Hatayspor, með kaupmöguleika sem verður að kaupskyldu ef ákveðin árangurstengd skilyrði verða uppfyllt. Lazio mun þurfa að borga 4 milljónir evra til að kaupa þennan sókndjarfa miðjumann.

Dele-Bashiru er 23 ára miðjumaður sem átti frábært tímabil með Hatayspor í Tyrklandi á síðustu leiktíð. Hann er uppalinn hjá Manchester City en fékk ekki tækifæri þar svo hann skipti til Sheffield Wednesday fyrir fjórum árum.

Eftir þrjú ár í Championship deildinni fékk hann betra samningstilboð frá Tyrklandi og skipti þangað í fyrrasumar.

Dele-Bashiru er nýlega búinn að vinna sér inn sæti í landsliðshóp Nígeríu með frammistöðu sinni í tyrkneska boltanum,

Dele-Bashiru gæti fyllt í skarðið sem Daichi Kamada skilur eftir sig á miðjunni eftir að hafa samþykkt samningstilboð frá Crystal Palace.

Lazio átti mikið vonbrigðatímabil á síðustu leiktíð og er Marco Baroni staðráðinn í að byggja upp sterkan leikmannahóp.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner