Ísak Óli Ólafsson var í byrjunarliði Keflavíkur í kvöld þegar Keflvíkingar heimsóttu Gróttu á Vivaldivöllinn í þvílíkum markaleik.
Lestu um leikinn: Grótta 4 - 3 Keflavík
„Þetta er ömurlegt, við áttum meira skilið úr þessu því við spiluðum góðan fótbolta hérna í dag.
Bæði lið eru með mjög ung lið og ungan hóp og var meðalaldur byrjunarliðs Gróttu 21.4 ár og byrjunarlið Keflavíkur 21.2 ár.
Ísak Óli var spurður hvort honum finndist aldur liðanna spila þátt í fjölda marka sem voru skoruð í kvöld.
„Já og nei mér finnst bæði lið mjög góð og þetta eru hörku leikur fyrir áhorfendur."
Eftir úrslit kvöldsins eru Keflvíkingar ansi langt frá Gróttu sem er í þriðja sæti með 30 en Keflavík er í því sjöunda með 22 stig.
Athugasemdir
























