þri 09. ágúst 2022 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Æfði og fékk samning en var svo „arfaslakur" í leikjunum
Lengjudeildin
Nikita Chagrov.
Nikita Chagrov.
Mynd: Kórdrengir
Kórdrengir eru búnir að senda rússneska markvörðinn Nikita Chagrov heim eftir stutta dvöl hjá félaginu.

Chagrov stóð ekki undir væntingum hjá Kórdrengjum og félagið hefur losað hann undan samningi.

Hann lék sex leiki í Lengjudeildinni eftir að hann fékk leikheimild. Tveir af þeim unnust en hann náði ekki að sýna að hann væri betri markvörður en þeir sem liðið hafði fyrir.

„Hann var arfaslakur," sagði Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðasta laugardag.

„Hann var bara ekki nægilega góður þegar hann kom inn, eins og hann leit vel út á æfingum," sagði Sverrir Mar Smárason.

„Hann gerði mistök eftir mistök og Davíð Smári henti honum bara heim," sagði Elvar.

Chagrov æfði lengi með Kórdrengjum og náði að sannfæra þá um að gefa sér samning en þegar í leikina var komið, þá var hann vægast sagt dapur.

Kórdrengir eru sem stendur í níunda sæti Lengjudeildarinnar með 18 stig.
Útvarpsþátturinn - Íslenska fótboltavikan og enskt hringborð
Athugasemdir
banner