De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 09. ágúst 2024 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hákon Atli til Dalvíkur (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Hákon Atli Aðalsteinsson er genginn í raðir Dalvíkur/Reynis á láni frá KA út tímabilið.

Hákon er 19 ára varnarmaður sem lék með Völsungi á síðasta tímabli og hefur verið í leikmannahópi KA á tímablinu. Hann kom við sögu í einum deildarleik og tveimur bikarleikjum fyrri hluta sumarsins.

Dalvík/Reynir er í botnsæti Lengjudeildarinnar og eru sex stig upp í öruggt sæti.

Liðið á leik gegn Gróttu á útivelli á morgun og er Hákon kominn með leikheimild fyrir þann leik. Leikurinn hefst klukkan 14:00.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner