Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
   mán 09. september 2019 13:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tirana, Albanía
Jón Daði: Ræðst örugglega á einhverjum smáatriðum
Icelandair
Jón Daði var á skotskónum gegn Moldóvu.
Jón Daði var á skotskónum gegn Moldóvu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland fagnar marki.
Ísland fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mikilvægt fyrst og fremst," segir sóknarmaðurinn Jón Daði Böðvarsson um 3-0 sigurinn á Moldóvu í undankeppni EM 2020. Leikurinn fór fram síðasta laugardag, en núna er liðið mætt til Albaníu. Á morgun leikum við mikilvægan leik gegn Albaníu.

Jón Daði skoraði sitt þriðja landsliðsmark gegn Moldóvu, hans fyrsta landsliðsmark síðan á Evrópumótinu fyrir þremur árum.

„Það er fínt að ná þessu marki eftir langa bið, fínt upp á sjálfstraustið að gera. Það er hlutverk mitt í þessari stöðu sem ég er í, að skora mörk. Ef ég geri það ekki, þá verð ég alla vega að gera allt hitt rétt líka, allar hinar hliðarnar sem fylgja þessu. Þetta er frábært lið að vera í. Ég reyni alltaf að skila mínu eins vel og ég get."

Kolbeinn Sigþórsson byrjaði frammi með Jóni Daða gegn Moldóvu og voru þeir báðir á skotskónum. Hvort er það betra að vera einn frammi eða með einhvern með sér?

„Það er misjafnt. Það fer mikið eftir þeim leikjum sem við erum að spila og hvernig liðum við erum að spila á móti. Mér líður vel í þessu leikkerfi eins og hverju öðru."

„Það var líka gott að spila með Kolla aftur. Það minnti mann á gamla tíma, góða tíma."

Verður virkilega erfiður leikur
„Þetta er ágætt," segir Jón um að vera kominn til Albaníu. „Það er stutt á milli leikja. Við erum komnir á þetta hótel og það er hvíld, næring og allur pakkinn til að ná orkunni til baka því þetta verður virkilega erfiður leikur á morgun."

Jón segist vera klár í slaginn fyrir leikinn gegn Albaníu, en búast má við miklum baráttuleik.

„Þeir eru sterkir á heimavelli og þeir nokkuð öflugir á móti okkur á Laugardalsvelli. Þetta verður öðruvísi leikur en gegn Moldóvu og ræðst örugglega á einhverjum smáatriðum. Við gerum okkar besta til að það verði okkur í vil."

Það er mikilvægt að taka stigin þrjú upp. Með sigri skiljum við Albaníu eftir og búum til þriggja hesta kapphlaup með Tyrklandi og Frakklandi um efstu tvo sætin í riðlinum.

„Algjörlega. Hvert einasta stig í þessum riðli er svakalega mikilvægt. Þau verða svakalega öflug stigin þrjú ef við náum sigri á morgun," sagði Jón Daði að lokum.
Athugasemdir
banner
banner