Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
   mán 09. september 2019 13:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tirana, Albanía
Jón Daði: Ræðst örugglega á einhverjum smáatriðum
Icelandair
Jón Daði var á skotskónum gegn Moldóvu.
Jón Daði var á skotskónum gegn Moldóvu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland fagnar marki.
Ísland fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mikilvægt fyrst og fremst," segir sóknarmaðurinn Jón Daði Böðvarsson um 3-0 sigurinn á Moldóvu í undankeppni EM 2020. Leikurinn fór fram síðasta laugardag, en núna er liðið mætt til Albaníu. Á morgun leikum við mikilvægan leik gegn Albaníu.

Jón Daði skoraði sitt þriðja landsliðsmark gegn Moldóvu, hans fyrsta landsliðsmark síðan á Evrópumótinu fyrir þremur árum.

„Það er fínt að ná þessu marki eftir langa bið, fínt upp á sjálfstraustið að gera. Það er hlutverk mitt í þessari stöðu sem ég er í, að skora mörk. Ef ég geri það ekki, þá verð ég alla vega að gera allt hitt rétt líka, allar hinar hliðarnar sem fylgja þessu. Þetta er frábært lið að vera í. Ég reyni alltaf að skila mínu eins vel og ég get."

Kolbeinn Sigþórsson byrjaði frammi með Jóni Daða gegn Moldóvu og voru þeir báðir á skotskónum. Hvort er það betra að vera einn frammi eða með einhvern með sér?

„Það er misjafnt. Það fer mikið eftir þeim leikjum sem við erum að spila og hvernig liðum við erum að spila á móti. Mér líður vel í þessu leikkerfi eins og hverju öðru."

„Það var líka gott að spila með Kolla aftur. Það minnti mann á gamla tíma, góða tíma."

Verður virkilega erfiður leikur
„Þetta er ágætt," segir Jón um að vera kominn til Albaníu. „Það er stutt á milli leikja. Við erum komnir á þetta hótel og það er hvíld, næring og allur pakkinn til að ná orkunni til baka því þetta verður virkilega erfiður leikur á morgun."

Jón segist vera klár í slaginn fyrir leikinn gegn Albaníu, en búast má við miklum baráttuleik.

„Þeir eru sterkir á heimavelli og þeir nokkuð öflugir á móti okkur á Laugardalsvelli. Þetta verður öðruvísi leikur en gegn Moldóvu og ræðst örugglega á einhverjum smáatriðum. Við gerum okkar besta til að það verði okkur í vil."

Það er mikilvægt að taka stigin þrjú upp. Með sigri skiljum við Albaníu eftir og búum til þriggja hesta kapphlaup með Tyrklandi og Frakklandi um efstu tvo sætin í riðlinum.

„Algjörlega. Hvert einasta stig í þessum riðli er svakalega mikilvægt. Þau verða svakalega öflug stigin þrjú ef við náum sigri á morgun," sagði Jón Daði að lokum.
Athugasemdir
banner