Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 09. september 2019 14:00
Magnús Már Einarsson
Le Tissier um víti Pogba: Þetta er leikrit
Matt Le Tissier.
Matt Le Tissier.
Mynd: Getty Images
Matt Le Tissier, fyrrum leikmaður Southampton, hefur gagnrýnt Paul Pogba fyrir vítaspyrnur sínar með Manchester United. Le Tissier skoraði sjálfur úr 25 af 26 vítaspyrnum á ferli sínum og veit hvað þarf til á vítapunktinum.

Pogba hefur klikkað fjórum sinnum á vítapunktinum á einu ári og Le Tissier vill frekar sjá Marcus Rashford vera vítaskyttu Manchester United.

„Gengi Paul Pogba á vítapunktinum er verra en hjá Marcus Rashford. Ég var aldrei hrifinn af aðhlaupi Pogba því hann tók langan tíma, þetta var leikrit og hann tók þessu ekki alvarlega," sagði Le Tissier.

„Þetta snerist allt um að sýndarmennsku, hann kallaði á athygli og sagði "Hér er ég" án þess að einbeita sér að verkefninu sem var framundan."

„Rashford tekur mun betri vítaspyrnur og ef ég væri stjóri þá væri hann vítaskyttan."

Athugasemdir
banner
banner