Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 09. september 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
Best í 13. umferð: Fótboltinn að vaxa í Saint Kitts and Nevis
Phoenetia Browne (FH).
Phoenetia Browne
Phoenetia Browne
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Þetta var mjög góður leikur hjá okkur. Sem lið erum við að verða betri og betri í hverjum leik og við ætlum að halda áfram að bæta okkur og halda áfram," sagði Phoenetia Browne, framherji FH, en hún er leikmaður 13. umferðar í Pepsi Max-deild kvenna.

Browne skoraði eitt mark og lagði upp tvö í mikilvægum 4-2 sigri FH gegn KR í fallbaráttu deildarinnar. FH kvittaði þar fyrir tap gegn KR í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins i síðustu viku.

„Það var gaman að spila gegn þeim eftir að hafa mætt þeim í bikarkeppninni á fimmtudaginn. Við vorum hungraðar í sigur og það sýndi sig inni á vellinum. Við sköpuðum góð færi og kláruðum þau. Þetta var klárlega skref í rétt átt hjá okkur," sagði Browne.

Browne spilaði með Sindra árið 2017 en hún kom í sumar aftur til Íslands til að ganga í raðir FH:

„Tækifærið kom í gegnum umboðsmann minn Claudio Marcone. Ég hef verið hér áður og var spennt að fá tækifæri til að koma aftur til Íslands og spila í úrvalsdeildinni."

Browne spilar með landsliði Saint Kitts and Nevis og er í lykilhlutverki þar.

„Eins og á Íslandi er fótbolti ein aðalíþróttin í Saint Kitts and Nevis. hjá konum er íþróttin hins vegar ennþá að vaxa. Ég vonast til að fleiri stelpur fari að spila fótbolta og fái tækifæri tengd fótbolta í St. Kitts and Nevis."

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla og kvenna fá verðlaun frá Domino's í sumar.

Sjá einnig:
Best í 1. umferð - Katla María Þórðardóttir (Fylkir)
Best í 2. umferð - Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
Best í 3. umferð - Hlín Eiríksdóttir (Valur)
Best í 6. umferð - Katrín Ásbjörnsdóttir (KR)
Best í 7. umferð - Sveindís Jane Jónsdóttir (Breiðablik)
Best í 8. umferð - Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þróttur R.)
Best í 10. umferð - Cecilia Rán Rúnarsdóttir (Fylkir)
Best í 11. umferð - Barbára Sól Gísladóttir (Selfoss)
Best í 11. umferð - Erin McLeod (Stjarnan)
Athugasemdir
banner
banner
banner