Liverpool mun ekki selja Chiesa - Völdu Onana fram yfir Ortega - Arsenal líklegasti áfangastaður Stiller - Real Madrid horfir til Bayern
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
   þri 09. september 2025 22:01
Sverrir Örn Einarsson
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Icelandair
Ísak Bergmann Jóhannesson
Ísak Bergmann Jóhannesson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson landsliðsmaður Íslands var til viðtals við Fótbolta.net eftir mjög svo svekkjandi 2-1 tap gegn Frökkum á Parc des Princes í París í kvöld. Lið Íslands getur gengið stolt frá borði eftir leik kvöldsins og stóð ekki á Ísak að hrosa liðinu fyrir frammistöðuna í kvöld.

Lestu um leikinn: Frakkland 2 -  1 Ísland

„Ég er bara ótrúlega stoltur að liðinu. Við áttum skilið að taka stig hérna á mjög erfiðum útivelli. Líklega einum erfiðasta útvelli í Evrópu, Þetta er alvöru frammistaða og ég er bara mjög stoltur.“

Ísak sjálfur fékk að finna fyrir því í leiknum og gekk haltur af velli er honum var skipt áf velli í síðari hálfleik.

„Ég er bara að drepast. Ég fékk högg frá Jules Kounde í fyrri hálfleik og fékk "dead leg". Í seinni hálfleik var ég að drepast og Arnar tók mig út af á 70, mínútu sem ég held að hafi bara verið rétt. Ég var að drepast í löppinni en ég held ég verði góður eftir 2-3 daga.“

Atvikið sem ég held að flestir íslendingar aséu með efst í huga í kvöld bar næst á góma. Andri Lucas Guðjohnsen setti þá boltann í netið seint í leiknum eftir harða baráttu við varnarmann Frakka. Eftir skoðun VAR var það metið svo að Andri hefði gerst brotlegur en hvernig horfði atvikið við Ísak?

„Við vorum að horfa á þetta í klefanum og ég bara sé ekki neitt á þetta. Það er þarna hálf sekúnda sem hann er eitthvað að toga en þeir eru báðir þarna að djöflast hvor í öðrum. Maður þarf að passa sig á því sem maður segir en þetta er glórulaust. Það er bara rænt af okkur stigi hér á Parc des Princes“

Sagði Ísak en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner