Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mið 09. október 2019 11:30
Magnús Már Einarsson
Hjörtur Hermanns: Þarf að svara fyrir gagnrýnina á vellinum
Icelandair
Hjörtur Hermannsson.
Hjörtur Hermannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Það er alltaf gott að koma hingað heim í Laugardalinn. Það er margt sem þarf að bæta úr síðasta leik og mikill lærdómur sem við getum dregið af honum," sagði Hjörtur Hermannsson við Fótbolta.net í dag um 4-2 tapið gegn Albaníu í síðasta leik í undankeppni EM.

Hjörtur hefur verið fastamaður í hægri bakverðinum að undanförnu en hann fékk talsverða gagnrýni eftir leikinn í Albaníu. Átti sú gagnrýni rétt á sér?

„Það er aðallega ykkar fjölmiðlanna að dæma hvort hún hafi átt rétt á sér eða ekki. Ég þarf að svara fyrir hana inni á vellinum. Það var hellingur af lærdómi sem við getum dregið af þessum leik bæði sem lið og ég persónulega".

„Ég ætla að halda áfram og svara fyrir þetta í næsta leik. Svona leikir koma í fótbolta og eina leiðin er að svara fyrir það í næsta leik. Það er hausinn upp, kassann út og áfram gakk."


Ísland fær Frakkland í heimsókn á Laugardalsvöll á föstudaginn en Kylian Mbappe, ein skærasta stjarna heimsmeistaranna, verður ekki með vegna meiðsla.

„Þeir eru ríkjandi heimsmeistarar og hafa úr aragrúa leikmann að velja. Það kemur maður í manns stað en hann er toppleikmaður á toppstað og það er fínt ef það er farið að höggva skörð í þeirra hóp," sagði Hjörtur.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner