Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   mið 09. október 2019 11:30
Magnús Már Einarsson
Hjörtur Hermanns: Þarf að svara fyrir gagnrýnina á vellinum
Icelandair
Hjörtur Hermannsson.
Hjörtur Hermannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Það er alltaf gott að koma hingað heim í Laugardalinn. Það er margt sem þarf að bæta úr síðasta leik og mikill lærdómur sem við getum dregið af honum," sagði Hjörtur Hermannsson við Fótbolta.net í dag um 4-2 tapið gegn Albaníu í síðasta leik í undankeppni EM.

Hjörtur hefur verið fastamaður í hægri bakverðinum að undanförnu en hann fékk talsverða gagnrýni eftir leikinn í Albaníu. Átti sú gagnrýni rétt á sér?

„Það er aðallega ykkar fjölmiðlanna að dæma hvort hún hafi átt rétt á sér eða ekki. Ég þarf að svara fyrir hana inni á vellinum. Það var hellingur af lærdómi sem við getum dregið af þessum leik bæði sem lið og ég persónulega".

„Ég ætla að halda áfram og svara fyrir þetta í næsta leik. Svona leikir koma í fótbolta og eina leiðin er að svara fyrir það í næsta leik. Það er hausinn upp, kassann út og áfram gakk."


Ísland fær Frakkland í heimsókn á Laugardalsvöll á föstudaginn en Kylian Mbappe, ein skærasta stjarna heimsmeistaranna, verður ekki með vegna meiðsla.

„Þeir eru ríkjandi heimsmeistarar og hafa úr aragrúa leikmann að velja. Það kemur maður í manns stað en hann er toppleikmaður á toppstað og það er fínt ef það er farið að höggva skörð í þeirra hóp," sagði Hjörtur.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner