Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
   mið 09. október 2019 11:30
Magnús Már Einarsson
Hjörtur Hermanns: Þarf að svara fyrir gagnrýnina á vellinum
Icelandair
Hjörtur Hermannsson.
Hjörtur Hermannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Það er alltaf gott að koma hingað heim í Laugardalinn. Það er margt sem þarf að bæta úr síðasta leik og mikill lærdómur sem við getum dregið af honum," sagði Hjörtur Hermannsson við Fótbolta.net í dag um 4-2 tapið gegn Albaníu í síðasta leik í undankeppni EM.

Hjörtur hefur verið fastamaður í hægri bakverðinum að undanförnu en hann fékk talsverða gagnrýni eftir leikinn í Albaníu. Átti sú gagnrýni rétt á sér?

„Það er aðallega ykkar fjölmiðlanna að dæma hvort hún hafi átt rétt á sér eða ekki. Ég þarf að svara fyrir hana inni á vellinum. Það var hellingur af lærdómi sem við getum dregið af þessum leik bæði sem lið og ég persónulega".

„Ég ætla að halda áfram og svara fyrir þetta í næsta leik. Svona leikir koma í fótbolta og eina leiðin er að svara fyrir það í næsta leik. Það er hausinn upp, kassann út og áfram gakk."


Ísland fær Frakkland í heimsókn á Laugardalsvöll á föstudaginn en Kylian Mbappe, ein skærasta stjarna heimsmeistaranna, verður ekki með vegna meiðsla.

„Þeir eru ríkjandi heimsmeistarar og hafa úr aragrúa leikmann að velja. Það kemur maður í manns stað en hann er toppleikmaður á toppstað og það er fínt ef það er farið að höggva skörð í þeirra hóp," sagði Hjörtur.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner