Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
   lau 09. desember 2023 15:42
Aksentije Milisic
Bose mótið: Stjarnan kom til baka og spilar um þriðja sætið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan 2-2 KR
0-1 Kristján Flóki Finnbogason
0-2 Stefán Árni Geirsson
1-2 Örvar Eggertsson
2-2 Emil Atlason - Víti


Stjarnan og KR áttust við í riðli 2 í Bose mótinu og lauk leiknum með fjögurra marka jafntefli.

KR komst í tveggja marka forystu á Samsungvellinum í dag en Kristján Flóki Finnbogason og Stefán Árni Geirsson sáu um að skora mörkin. Staðan var því 0-2 þegar flautað var til leikhlés.

Stjarnan kom hins vegar til baka og jafnaði leikinn. Örvar Eggertsson, sem gekk í raðir liðsins frá HK, skoraði sem og Emil Atlason úr vítaspyrnu.

Þetta þýðir að Stjarnan mun leika um bronsið á mótinu en það á eftir að koma í ljós gegn hvaða liði. Leik FH og Vals var frestað í dag og fer hann fram á miðvikudaginn.


Athugasemdir
banner
banner
banner