Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
   lau 09. desember 2023 12:00
Aksentije Milisic
Ten Hag hrósar Shaw í hástert: Leikmaður í háum klassa
Mynd: Getty Images

Luke Shaw er mættur aftur í lið Manchester United og hefur kappinn spilað síðustu fjóra leiki liðsins í öllum keppnum.


Shaw meiddist snemma á tímabilinu og var frá í margar vikur. United saknaði hans gríðarlega en Englendingurinn hefur spilað mjög vel síðan hann kom aftur í liðið. Hann hefur verið í byrjunarliðinu í leikjunum gegn Everton, Galatasaray, Newcastle og Chelsea.

„Hann er leikmaður sem aðrir geta treyst á,” sagði Ten Hag, stjóri Man Utd, um Shaw.

„Hann gefur öðrum leikmönnum trú og sjálfstraust, leikmönnum finnst gott að hafa hann inn á, hann nær að leysa flóknar stöður sem koma upp í leikjum, hann er skapandi og verst vel. Hann er gífurleg styrking fyrir liðið.”

„Nærvera hans, persónuleiki, tækni og líkamlegu burðir, svo sterkur og mjög teknískur. Hann er leikmaður í háum klassa og við erum mjög sáttir með að hann sé kominn til baka.”

United mætir Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag og verður flautað til leiks á Old Trafford klukkan 15


Athugasemdir
banner