Ensk úrvalsdeildarfélög hafa áhuga á sóknarmanni Juventus, Liverpool reynir að halda stjörnunum og Zubimendi gæti farið til Manchester City. Þetta og fleira í mánudagsslúðrinu.
Arsenal, Chelsea og Manchester United hafa áhuga á Dusan Vlahovic (24) en Juventus íhugar að selja serbneska framherjann nema hann samþykki nýjan samning. (TBR)
Liverpool hefur gert egypska framherjanum Mohamed Salah (32) fyrsta samningstilboð. (Athletic)
Liverpool stefnir líka á að binda hollenska miðvörðinn Virgil van Dijk (33) og enska hægri bakvörðinn Trent Alexander-Arnold (26) með nýjum samningum. (Star)
Manchester City gæti skákað Liverpool og keypt spænska miðjumanninn Martin Zubimendi (25) frá Real Sociedad. (Football Insider)
Fyrrum íþróttastjóri Manchester United, Dan Ashworth, var ekki hlynntur því að ráða Rúben Amorim sem nýjan stjóra félagsins og mælti þess í stað með Gareth Southgate, (Manchester Evening News)
Vonir Crystal Palace um að fá franska kantmanninn Rayan Cherki (21) frá Lyon hafa dvínað vegna áhuga Paris St-Germain og Borussia Dortmund. (Sun)
Aston Villa er eitt af fjórum úrvalsdeildarfélögum sem hafa áhuga á tyrkneska kantmanninum Kenan Yildiz (19) hjá Juventus. Ítalska félagið gæti farið fram á um 66 milljónir punda fyrir leikmanninn unga. (BirminghamLive)
AC Milan hefur áhuga á að fá enska miðjumanninn Carney Chukwuemeka (21) frá Chelsea á lánssamningi með kauprétti. Celtic hefur einnig áhuga á leikmanninum. (Football Italia)
Khvicha Kvaratskhelia (23), kantmaður Georgíu, er nálægt því að skrifa undir framlengingu á samningi við Napoli til ársins 2029. (Corriere dello Sport)
West Ham skoðaði Massimiliano Allegri sem kost til að taka við af Julen Lopetegui en kostnaðurinn sem fylgir því gerir það ólíklegra. (Football Insider)
Cristian Romero (26), varnarmaður Tottenham, segir að leikmenn séu mjög ánægðir með Ange Postecoglou og vilji halda honum. (BBC)
Endrick (18), brasilíski framherjinn hjá Real Madrid, hefur ákveðið að fara ekki á láni í janúar og ætlar að halda áfram að berjast um sæti í spænska stórliðinu. (Marca)
Athugasemdir