Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 10. janúar 2019 13:00
Arnar Helgi Magnússon
Sá korter af leiknum eftir átta tíma ferðalag
Mynd: Getty Images
Manchester City slátraði Burton Albion 9-0 í fyrri undanúrslitaleik þessara liða í enska deildabikarnum í gærkvöldi en leikurinn fór fram á Etihad-leikvanginum í Manchester.

34 rútur með stuðningsmönnum Burton töfðust á M6 hraðbrautinni á leiðinni á völlinn í gær. Hluti af M6 brautarinnar var lokuð um stund.

Einhverjar rútur komust á völlinn áður en að leikurinn hófst á meðan aðrar rútur voru seinar sem varð til þess að stuðningsmenn liðsins sáu ekki allan leikinn.

Emily, grjótharður stuðningsmaður Burton fór á sínum eigin bíl en hún lagði af stað klukkan 13:00 í gær. Umferðateppan varð til þess að hún var átta klukkutíma á leiðinni og missti því af fyrstu átta mörkum Manchester City í leiknum. Hún sá síðasta mark leiksins sem að Riyad Mahrez skoraði.

„Þetta var svolítið löng leið fyrir korter af fótbolta. Ég sat föst í fjóra klukkutíma en ég ákvað að snúa ekki við. Ég ætlaði að sjá þennan leik, sama þó að það yrði bara endaspretturinn," sagði Emily.



Athugasemdir
banner
banner
banner