Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
   mið 10. apríl 2024 21:24
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Ipswich mistókst að hirða toppsætið
Blackburn steinlá í Bristol
Það fóru sex leikir fram í ensku Championship deildinni í kvöld, þar sem Arnór Sigurðsson var fjarri góðu gamni vegna meiðsla er Blackburn Rovers steinlágu á útivelli gegn Bristol City.

Tommy Conway og Nahki Wells afgreiddu Blackburn í 5-0 sigri og situr Blackburn eftir í fallbaráttunni, aðeins þremur stigum fyrir ofan fallsvæðið, á meðan Bristol siglir lygnan sjó um miðja deild.

Ipswich Town endurheimti annað sætið af Leeds United en toppbaráttan er gríðarlega spennandi þar sem aðeins eitt stig skilur toppliðin þrjú að líkt og í úrvalsdeildinni.

Ipswich mistókst að taka toppsætið í kvöld þar sem liðið gerði markalaust jafntefli á heimavelli gegn Watford. Watford siglir lygnan sjó en þetta var fjórða jafntefli liðsins í röð og það sextánda á deildartímabilinu.

West Bromwich Albion er þá svo gott sem búið að tryggja sér umspilssæti eftir þægilegan sigur á botnliði Rotherham sem er fallið úr deildinni, á meðan Middlesbrough gerði jafntefli við Hull City og eru bæði lið svo gott sem búin að missa af umspilinu.

Middlesbrough og Hull eru jöfn á stigum, sex stigum frá umspilssæti þegar fjórar umferðir eru eftir af tímabilinu.

Birmingham og Stoke City töpuðu að lokum leikjum sínum í fallbaráttunni, þar sem Birmingham tapaði gegn Cardiff á heimavelli á meðan Stoke steinlá í Swansea.

Birmingham er í fallsæti sem stendur en Stoke er aðeins þremur stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Birmingham 0 - 1 Cardiff City
0-1 Josh Bowler ('65 )

Bristol City 5 - 0 Blackburn
1-0 Tommy Conway ('24 )
2-0 Tommy Conway ('32 , víti)
3-0 Anis Mehmeti ('73 )
4-0 Nahki Wells ('78 , víti)
5-0 Nahki Wells ('90 )

Hull City 2 - 2 Middlesbrough
0-1 Emmanuel Latte Lath ('4 )
1-1 Jaden Philogene ('30 )
2-1 Jean Michael Seri ('41 )
2-2 Finn Azaz ('71 )

Ipswich Town 0 - 0 Watford

Swansea 3 - 0 Stoke City
1-0 Liam Cullen ('19 )
2-0 Matt Grimes ('53 , víti)
3-0 Josh Key ('73 )

West Brom 2 - 0 Rotherham
1-0 Brandon Thomas-Asante ('23 )
2-0 John Swift ('45 , víti)
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 14 9 4 1 39 13 +26 31
2 Stoke City 14 8 3 3 21 9 +12 27
3 Middlesbrough 14 7 5 2 17 12 +5 26
4 Preston NE 14 7 4 3 19 13 +6 25
5 Millwall 14 7 3 4 16 19 -3 24
6 Charlton Athletic 14 6 5 3 16 11 +5 23
7 Bristol City 15 6 5 4 22 18 +4 23
8 Hull City 14 6 4 4 23 22 +1 22
9 Birmingham 14 6 3 5 19 15 +4 21
10 Ipswich Town 13 5 5 3 22 15 +7 20
11 Watford 15 5 5 5 19 18 +1 20
12 Derby County 14 5 5 4 18 18 0 20
13 Leicester 14 4 6 4 16 15 +1 18
14 Wrexham 14 4 6 4 19 19 0 18
15 West Brom 14 5 3 6 12 15 -3 18
16 QPR 14 5 3 6 17 23 -6 18
17 Swansea 14 4 5 5 14 15 -1 17
18 Blackburn 13 5 1 7 13 17 -4 16
19 Southampton 14 3 6 5 15 20 -5 15
20 Portsmouth 14 3 5 6 10 17 -7 14
21 Oxford United 14 3 4 7 15 20 -5 13
22 Norwich 14 2 3 9 13 21 -8 9
23 Sheffield Utd 14 3 0 11 11 26 -15 9
24 Sheff Wed 14 1 5 8 11 26 -15 -4
Athugasemdir
banner