Franski dómarinn Francois Letexier sló óvart norska framherjann Erling Braut Haaland undir lok fyrri hálfleiks í leik Real Madrid og Manchester City í gærkvöldi.
Liðin buðu upp á háspennuleik þar sem Haaland var meira og minna týndur.
Antonio Rüdiger, varnarmaður Real Madrid, var algerlega með hann í vasanum.
Haaland var eflaust ekki sáttur með að fara 2-1 undir inn í hálfleikinn en skap hans batnaði nú ekkert sérlega þegar Letexier sló hann óvart í andlitið.
Letexier og Dani Carvajal, leikmaður Madrídingar, voru að spjalla saman og tók dómarinn ekki eftir Haaland í bak. Hann færði sig hratt í átt að Haaland sem endaði með því að hann sló þennan stóra og stæðilega sóknarmann í andlitið.
Svipurinn á Haaland segir eiginlega allt en hann var ekki par sáttur með þetta allt saman, þó það hafi verið óviljaverk.
The referee catches Erling Haaland in the face at half time ????#UCL
— Football on TNT Sports (@footballontnt) April 9, 2024
???? Watch Real Madrid vs Man City live on@tntsports & @discoveryplusUK pic.twitter.com/eOjFoqyvgQ
Athugasemdir