Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mið 10. maí 2023 18:20
Brynjar Ingi Erluson
Mac Allister með samningstilboð frá Liverpool - Tekur ákvörðun eftir tímabilið
Alexis Mac Allister
Alexis Mac Allister
Mynd: Getty Images
Argentínski miðjumaðurinn Alexis Mac Allister mun taka ákvörðun um framtíð sína eftir tímabilið en hann er með samningstilboð í höndunum frá enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool.

Mac Allister er 24 ára gamall miðjumaður sem hefur verið að gera það gott með Brighton.

Hann varð heimsmeistari með argentínska landsliðinu í desember og er nú tilbúinn að taka næsta skref ferilsins.

Manchester United, Manchester City og Liverpool hafa öll sýnt því áhuga á að fá hann en Liverpool er talið leiða baráttuna.

Blaðamaðurinn Cesar Luis Merlo segir að Carlos Mac Allister, faðir og umboðsmaður Alexis, sé með fimm ára samningstilboð í höndunum frá Liverpool.

Leikmaðurinn mun þó ekki taka ákvörðun um framtíð sína fyrr en tímabilinu lýkur í lok mánaðarins.

Talið er að hann sé falur fyrir um 70 milljónir punda eins og liðsfélagi hans, Moises Caicedo.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner