Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   þri 10. júní 2014 21:32
Karitas Þórarinsdóttir
Hún gat ekki rassgat á móti Fylki en var frábær í dag
Kvenaboltinn
Jón Óli þjálfari ÍBV.
Jón Óli þjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við voru alveg frábærar í fyrri hálfleik. Fínn varnarleikur en frábær sóknarleikur hjá okkur,“ sagði Jón Óli Daníelsson þjálfari ÍBV glaður eftir 0-4 sigur á Aftureldingu í kvöld.

„Hjá okkur hefur vantað hluta af síðustu sendinguna í síðustu leikjum en það var mikill vilji til að skora og mikill Vesmannaeyjingur í þessu hjá okkur. Uppskeran er góð í dag,“ hélt hann áfram en mikið hefur vantað upp á sóknarleik ÍBV í sumar.

„Meiðslin hennar Tótu eru eitthvað leyndardómsfull og ekkert hægt að segja til um það hvort að hún sé að lagast eða ekki,“ en Þórhildur Ólafsdóttir hefur ekki enn náð að heilan leik í sumar út af meiðslunum sem hrjá hana.

„Hún gat ekki rassgat á móti Fylki og fór út úr hópnum. Hún kom hérna í dag og við könnuðumst aðeins við hana hér í dag. Hún þurfti smá hvíld og var frábært í dag,“ sagði Jón Óli um Shaneku Gordon sóknarmann ÍBV sem hefur ekki staðið undir væntingum í sumar fyrr en nú.

Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu að ofan.

Athugasemdir
banner