„Við voru alveg frábærar í fyrri hálfleik. Fínn varnarleikur en frábær sóknarleikur hjá okkur,“ sagði Jón Óli Daníelsson þjálfari ÍBV glaður eftir 0-4 sigur á Aftureldingu í kvöld.
„Hjá okkur hefur vantað hluta af síðustu sendinguna í síðustu leikjum en það var mikill vilji til að skora og mikill Vesmannaeyjingur í þessu hjá okkur. Uppskeran er góð í dag,“ hélt hann áfram en mikið hefur vantað upp á sóknarleik ÍBV í sumar.
„Meiðslin hennar Tótu eru eitthvað leyndardómsfull og ekkert hægt að segja til um það hvort að hún sé að lagast eða ekki,“ en Þórhildur Ólafsdóttir hefur ekki enn náð að heilan leik í sumar út af meiðslunum sem hrjá hana.
„Hún gat ekki rassgat á móti Fylki og fór út úr hópnum. Hún kom hérna í dag og við könnuðumst aðeins við hana hér í dag. Hún þurfti smá hvíld og var frábært í dag,“ sagði Jón Óli um Shaneku Gordon sóknarmann ÍBV sem hefur ekki staðið undir væntingum í sumar fyrr en nú.
Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir






















