Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   sun 10. júní 2018 21:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: Ótrúleg dramatík í leik KR og FH
Atli Guðnason skoraði úr síðustu spyrnu leiksins.
Atli Guðnason skoraði úr síðustu spyrnu leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjerregaard virtist vera búinn að tryggja KR sigur en nei...
Bjerregaard virtist vera búinn að tryggja KR sigur en nei...
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR 2 - 2 FH
1-0 Kennie Knak Chopart ('7 )
1-1 Steven Lennon ('56 )
2-1 André Bjerregaard ('90 )
2-2 Atli Guðnason ('90 )
Lestu nánar um leikinn

KR og FH skildu jöfn þegar liðin mættust í stórleik í Frostaskjóli í Pepsi-deild karla í kvöld.

KR-ingar byrjuðu af miklum krafti og uppskáru mark á sjöundu mínútu. Kennie Chopart kom KR yfir á sjöundu mínútu eftir undirbúning frá Pálma Rafni Pálmasyni.

Chopart komst nálæg því að bæta við öðru marki stuttu síðar en inn vildi boltinn ekki. Fyrri hálfleikur var frábær en KR leiddi að honum loknum, staðan 1-0.

Eftir um 10 mínútur í seinni hálfleik dró til tíðinda þegar Steven Lennon skoraði stórglæsilegt mark fyrir FH og jafnaði. „GUÐ MINN ALMÁTTUGUR ÞVÍLÍKT MARK!!!!!! Castillion chestar hann hér fyrir Steven Lennon sem að tekur boltann á lofti af 40 metrum yfir Beiti sem að stóð framarlega í teignum. Þetta var gjörsamlega sturlað," sagði Kristófer Jónsson, okkar maður á vellinum í textalýsingu frá leiknum í Vesturbænum.


Liðin skiptust á að sækja á lokamínútunum en það var mikil dramatík í uppbótartímanum. Fyrst vildi FH fá vítaspyrnu áður en Andre Bjerregaard kom KR-ingum yfir. Daninn virtist vera að tryggja KR sigur en Atli Guðnason var inn á vellinum og hann er til alls líklegur. Atli jafnaði aftur fyrir FH með síðustu spyrnu leiksins.

Ótrúleg dramatík í Vesturbænum. KR er í sjöunda sæti með 10 stig en FH er með 13 stig í fimmta sæti.

Sjá einnig:
Pepsi-deildin: Stjarnan skoraði fimm í seinni hálfleik
Athugasemdir
banner
banner