Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 10. júní 2019 20:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Undankeppni EM: Kósóvó með sinn fyrsta sigur í undankeppni
Bjorn Maars Johnsen kom inn í lið Noregs fyrir leikinn gegn Færeyjum í kvöld. Bjorn gerði bæði mörk Norðmanna í 0-2 sigri.
Bjorn Maars Johnsen kom inn í lið Noregs fyrir leikinn gegn Færeyjum í kvöld. Bjorn gerði bæði mörk Norðmanna í 0-2 sigri.
Mynd: Getty Images
Ramos kom Spánverjum yfir í kvöld.
Ramos kom Spánverjum yfir í kvöld.
Mynd: Getty Images
Mitrovic gerði tvö fyrir Serbíu í kvöld.
Mitrovic gerði tvö fyrir Serbíu í kvöld.
Mynd: Getty Images
Tólf leikir fóru fram í kvöld í Undankeppni fyrir EM2020. Flest öll úrslitin voru nokkuð eftir bókinni í kvöld.

Þó voru einhver úrslit sem vöktu meiri athygli en önnur. Kósóvó kom til baka úr 2-1 stöðu á útivelli gegn Búlgaríu í kvöld. Kósóvó gerði sigurmarkið í uppbótartíma. Þetta var fyrsti sigur Kósóvó í undankeppni fyrir lokamót.

Írum gekk ansi brösulega gegn Gíbraltar. Írland herjaði að marki Gíbraltar í leiknum en leiddi einungis 1-0 allt þar til á 93. mínútu þegar Robbie Brady skoraði annað mark Íra, fyrra markið var sjálfsmark.

Úkraína vann einnig nauman, 1-0 sigur á Lúxembúrg. Flestir bjuggust við stærri sigri eftir stórsigur Úkraínu gegn Serbíu í síðasta leik.

Austurríki vann góðan 1-4 útisigur á Norður-Makedóníu. Marko Arnautovic, leikmaður West Ham, gerði tvö mörk fyrir Austurríki.

Spánn vann 3-0 sigur á Svíum með þremur mörkum í seinni hálfleik. Noregur vann 0-2 útisigur á Færeyjum þar sem Bjorn Johnsen gerði bæði mörk gestanna og Danmörk vann góðan sigur á Georgíu, 5-1.

Riðill A
Tékkland 3 - 0 Svartfjallaland
1-0 Jakub Jankto ('18 )
1-1 Boris Kopitovic ('49 , sjálfsmark)
2-1 Patrik Schick ('80 , víti)

Búlgaría 2 - 3 Kósóvó
0-1 Milot Rashica ('14 )
1-1 Ivelin Popov ('43 )
2-1 Ivaylo Dimitrov ('55 )
2-2 Vedat Muriqi ('64 )
2-3 Elbasan Rashani ('90 )

Riðill B
Úkraína 1 - 0 Lúxemborg
1-0 Roman Yaremchuk ('6 )

Serbía 4 - 1 Litháen
1-0 Aleksandar Mitrovic ('20 )
2-0 Aleksandar Mitrovic ('34 )
3-0 Luka Jovic ('35 )
3-1 Arvydas Novikovas ('70 , víti)
4-1 Adem Ljajic ('90 )

Riðill D
Írland 2 - 0 Gíbraltar
1-0 David McGoldrick ('30 )
2-0 Robbie Brady ('90 )

Danmörk 5 - 1 Georgía
1-0 Kasper Dolberg ('14 )
1-1 Ucha Lobjanidze ('25 )
2-1 Christian Eriksen ('30 , víti)
3-1 Kasper Dolberg ('63 )
4-1 Yussuf Poulsen ('73 )
5-1 Martin Braithwaite ('90 )

Riðill F
Spánn 3 - 0 Svíþjóð
1-0 Sergio Ramos ('63 , víti)
2-0 Alvaro Morata ('84 , víti)
3-0 Mikel Oyarzabal ('87 )

Malta 0 - 4 Rúmenía
0-1 George Puscas ('7 )
0-2 George Puscas ('29 )
0-3 Alexsandru Chipciu ('34 )
0-4 Dennis Man ('90 )

Færeyjar 0 - 2 Noregur
0-1 Bjorn Johnsen ('49 )
0-2 Bjorn Johnsen ('83 )

Riðill G
Pólland 4 - 0 Ísrael
1-0 Krzysztof Piatek ('35 )
2-0 Robert Lewandowski ('56 , víti)
3-0 Kamil Grosicki ('59 )
4-0 Damian Kadzior ('84 )

Lettland 0 - 5 Slóvenía
0-1 Domen Crnigoj ('24 )
0-2 Domen Crnigoj ('27 )
0-3 Josip Ilicic ('29 , víti)
0-4 Josip Ilicic ('44 )
0-5 Miha Zajc ('47 )

Norður-Makedónía 1 - 4 Austurríki
0-1 Martin Hinteregger ('18 , sjálfsmark)
0-2 Valentino Lazaro ('39 )
0-3 Marko Arnautovic ('62 , víti)
0-4 Marko Arnautovic ('82 )
0-5 Stefan Lainer ('86 )
Athugasemdir
banner
banner
banner