Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðar dagur fyrir þær í dag
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
   fim 10. júní 2021 22:22
Anton Freyr Jónsson
Gunni Einars: Það er ekkert að vinna með okkur
Lengjudeildin
Gunnar Einarsson, þjálfari Víkinga frá Ólafsvík
Gunnar Einarsson, þjálfari Víkinga frá Ólafsvík
Mynd: Haukur Gunnarsson
Fjölnir og Víkingur Ólafsvík mættust í sjöttu umferð Lengjudeildar karla í kvöld á Extravellinum í Grafarvogi. Víkingar frá Ólafsvík leiddu leikinn allt þangað til á 90.mínútu þegar Fjölnismenn breyttu tapleik yfir í sigurleik og unnu 2-1.

Gunnar Einarsson var eðlilega sár eftir leik í kvöld.

„Þetta var ofboðslega súrt. vera með yfirhöndina. Það var ágjöf á okkur og eins kannski flestir vita þá hafa stigin ekki verið að sanka inn hjá okkur en engu að síður þá er stígandi í þessu hjá okkur. Heilt yfir áttum við skilið meira út úr þessum leik en mörk breyta leikjum og þeir gerðu vel þarna í lokin."

Lestu um leikinn: Fjölnir 2 -  1 Víkingur Ó.

„Heilt yfir er ég ekki að tjá mig í miðjum leik við dómara en jesús kristur, ég er ekki sáttur við dómarana en ég þakkaði þeim fyrir leikinn en ég sagði engu að síður að ég væri ósáttur með þetta."

„Það var ekkert að vinna með okkur þó menn voru svo sannarlega að vinna fyrir sínu, henda sér fyrir boltann og berjast og heilt yfir er ég ofboðslega ánægður með mitt lið en þetta er ekki að fara sundrunga okkur við stígum upp úr þessu og látum þetta vinna með okkur þrátt fyrir úrslitin."

Það hefur verið stígandi í leik Ólafsvíkur en liðið gerði jafntefli við Þór tveimur færri í síðustu umferð og voru grátlega nálægt sigrinum í kvöld. Það hlýtur að styttast í fyrsta sigur Víkinga frá Ólafsvík.

„Það gerist og það er alveg ljóst. Það hefði verið svo sannarlega gott að fá þann viðsnúning í dag. Öll þessi ásýn á okkur maður getur ekki annað en borið ábyrgð á henni."

„Með ellefu leikmenn hefðum við unnið Þór og ef tíminn hefði bara verið settur eins og hann var þá hefðum við unnið þennan leik en svo fór sem fór og við látum þetta bara styrkja okkur."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner