fim 10. júní 2021 23:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tveir lykilmenn sneru aftur á völlinn eftir höfuðhögg
Laufey Harpa
Laufey Harpa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru jákvæð tíðindi í Árbænum í kvöld þegar tveir lykilmenn sneru aftur á völlinn eftir að hafa fengið höfuðhögg fyrr í sumar.

Þær Katla María Þórðardóttir, leikmaður Fylkis og Laufey Harpa Halldórsdóttir, leikmaður Tindastóls, léku með sínum liðum í kvöld.

Laufey lék allan leikinn í liði gestanna og spilaði á vinstri kantinum, hún er að upplagi vinstri bakvörður. Það var bæði til að fækka mögulegum skallaeinvígum og einnig til að nýta gæði hennar fram á við sagði Guðni Þór Einarsson, þjálfari Tindastóls, við undirritaðan eftir leik.

Laufey missti af leiknum gegn Val um síðustu helgi eftir að hafa fengið höfuðhögg gegn Breiðabliki í bikarleik á dögunum.

Katla kom inn á í seinni hálfleik hjá Fylki og lék síðasta korterið. Hún fór af velli í hálfleik gegn Val í 2. umferð mótsins fyrir tæpum mánuði síðan og hafði verið frá síðan þá.

Lestu um leikinn: Fylkir 2 - 1 Tindastóll




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner