Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   lau 10. júní 2023 20:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bale: Messi besti leikmaðurinn til að vinna Meistaradeildina

Gareth Bale segir að Lionel Messi sé besti leikmaðurinn til að vinna Meistaradeildina.


Þetta hefur vakið mikla athygli en hann sagði þetta á viðburði tengdum úrslitaleik Man City og Inter.

Þetta vekur athygli þar sem Bale var samherji Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid í fimm ár en þeir unnu Meistaradeildina fjórum sinnum á þeim tíma.

Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa verið tveir af bestu leikmönnum heims undanfarin ár en eru báðir á lokasprettinum á ferlinum og hafa yfirgefið evrópska boltann.


Athugasemdir
banner
banner