Liverpool hefur áhuga á Neto - Man Utd fylgist með Inacio - Inter Miami vill fá Modric
   lau 10. júní 2023 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Balogun valdi Bandaríkin: Orð Southgate höfðu ekkert um það að segja
Mynd: Getty Images

Það var greint frá því á dögunum að Folarin Balogun framherji Arsenal hafi ákveðið að spila fyrir bandaríska landsliðið í framtíðinni.


Balogun er 21 árs gamall framherji en hann skoraði 22 mörk í 39 leikjum með Reims í Frakklandi þar sem hann var á láni á síðasta tíambili.

Hann á landsleiki með yngri landsliðum Englands en hann er fæddur í Bandaríkjunum en flutti ungur til London. Foreldrar hans eru frá Nígeríu svo það kom einnig til greina að spila fyrir nígeríska landsliðið.

Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands hefur áður tjáð sig um Balogun og sagt að hann þurfi að vera þolinmóður. Balogun segir að orð Southgate hafi ekki haft áhrif á valið.

„Ákvörðunin mín að koma hingað var tekin milli mín, fjölskyldunnar og umboðsmannsins. Orð Gareth Southgate höfðu ekkert um þetta að segja eða einhver utanað komandi umræða," sagði Balogun.

„Þetta var eitthvað sem ég vildi gera. Eitthvað sem fjölskyldan studdi að lokum. Ég hlustaði á hjartað og gerði það sem mér fannst best í stöðunni."


Athugasemdir
banner
banner
banner