Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 10. júní 2023 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eigandi Man City mætir á sinn fyrsta leik í 13 ár
Sheikh Mansour.
Sheikh Mansour.
Mynd: Getty Images
Sheikh Mansour, eigandi Manchester City, ætlar að mæta á úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. Það verður fyrsti keppnisleikurinn sem hann mætir á hjá City í 13 ár.

City spilar gegn Inter í úrslitaleiknum í kvöld en flautað verður til leiks klukkan 19:00.

Mansour er varaforseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna en hann eignaðist Man City árið 2008. Hann mætti á heimaleik gegn Liverpool árið 2010 en það er eini keppnisleikurinn sem hann hefur mætt á frá því hann eignaðist félagið.

Það hafa einhverjir fært rök fyrir því að áhugaleysi hans fyrir því að mæta á leiki sé gott dæmi um að hann sé ekki fótboltaáhugamaður og sé bara að nota City til að hvítþvo ríki sitt og bæta ímynd þess. En kannski vill hann bara forðast sviðsljósið. The Athletic skrifaði grein um málið sem hægt er að lesa hérna.

Hann verður allavega á leiknum í kvöld og vonast hann eflaust til að sjá City lyfta þessum stórfenglega bikar í fyrsta sinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner