Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fös 10. júlí 2020 14:00
Magnús Már Einarsson
Manchester United jafnar met yfir flestar vítaspyrnur
Manchester United jafnaði í gærkvöldi met yfir flestar vítaspyrnur á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni en liðið hefur fengið þrettán vítaspyrnur á þessu tímabili.

Crystal Palace 2004/2005 og Leicester 2015/2016 eru einu liðin sem hafa áður fengið þrettán vítaspyrnur sama tímabilið.

Manchester United á fjóra leiki eftir á tímabilinu og getur því bætt metið ef liðið fær eina vítapyrnu til viðbótar.

Bruno Fernandes fékk vítaspyrnuna í 3-0 sigrinum á Aston Villa í gær en hún var mjög umdeild.

Enska úrvalsdeildin hefur viðurkennt að VAR hafi haft rangt fyrir sér með því að dæma vítaspyrnuna.
Athugasemdir
banner