Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
banner
   mið 10. júlí 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Samúel ekki áfram hjá Atromitos
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Samúel Kári Friðjónsson hefur yfirgefið gríska félagið Atromitos en samningur hans við félagið rann út um mánaðamótin og er hann því í leit að nýju félagi.

Samúel er 28 ára gamall Keflvíkingur sem kom til Atromitos frá norska félaginu Viking árið 2022.

Hann spilaði stórt hlutverk hjá liðinu á fyrra tímabili sínu en var í minna hlutverki á síðustu leiktíð. Meiðsli settu þar strik í reikninginn.

Samningur hans við Atromitos rann út um mánaðamót og er ekki ljóst hvar hann mun spila á næstu leiktíð.

Alls lék hann 53 leiki á þessum tveimur árum og skoraði þrjú mörk í öllum keppnum.

Samúel fór út í atvinnumennsku ungur að árum en hann kom til Reading frá Keflavík. Þar spilaði hann með unglingaliðum félagsins, en einnig hefur hann spilað fyrir Vålerenga, Paderborn og Viking.
Athugasemdir
banner
banner
banner