Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 10. ágúst 2019 12:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neymar spilar ekki á morgun - Til Real Madrid á láni?
Framtíð Neymar er í óvissu.
Framtíð Neymar er í óvissu.
Mynd: Getty Images
Neymar er dýrasti fótboltamaður sögunnar. Hann var keyptur til PSG frá Barcelona sumarið 2017 fyrir um 200 milljónir punda. Hann gæti verið á förum frá PSG.

Leonardo, stjóri íþróttamála hjá PSG, segir að viðræður við önnur félög séu að komast lengra, en ekkert samkomulag sé í höfn.

Hinn 27 ára gamli Neymar vill komast frá París og hefur hann verið orðaður við bæði Real Madrid og endurkomu til Barcelona.

„Viðræður eru lengra komnar, en það er ekkert samkomulag," sagði Leonardo við fjölmiðlamenn.

Neymar verður ekki með Paris Saint-Germain þegar liðið mætir Nimes í frönsku úrvalsdeildinni á morgun. Thomas Tuchel segir að Neymar sé enn að glíma við meiðsli sem komu í veg fyrir að hann tæki þátt á Copa America með Brasilíu fyrr í sumar.

Samkvæmt spænska fjölmiðlinum AS þá er Real Madrid í viðræðum við PSG vegna Neymar.

Það er jafnvel möguleiki á því að Neymar fara á láni út tímabilið til Madrídar.

Félagaskiptaglugginn á Spáni lokar ekki fyrr en 2. september.
Athugasemdir
banner
banner