Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   lau 10. ágúst 2024 14:31
Ívan Guðjón Baldursson
Tuanzebe gerði sigurmarkið - Ísak spilaði allan leikinn
Mynd: Ipswich Town
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fara fjölmargir leikir fram víðsvegar um Evrópu í dag er nokkrum þeirra þegar lokið.

Axel Tuanzebe, fyrrum leikmaður Manchester United, skoraði eina mark leiksins er úrvalsdeildarnýliðar Ipswich Town lögðu OGC Nice að velli í æfingaleik í dag, á meðan Borussia Mönchengladbach lagði Strasbourg að velli og Rennes gerði jafntefli við Werder Bremen er þýsk lið mættu frönskum.

Í B-deild þýska boltans lék Ísak Bergmann Jóhannesson allan leikinn í markalausu jafntefli Fortuna Düsseldorf á heimavelli gegn Karlsruher. Düsseldorf er með fjögur stig eftir tvær fyrstu umferðir nýs tímabils.

Í B-deild sænska boltans lék Óskar Tor Sverrisson allan leikinn í þægilegum sigri Varberg á útivelli gegn Gefle. Varberg vann með fjögurra marka mun í gríðarlega mikilvægum fallbaráttuslag og eru Oskar og félagar komnir úr fallsæti sem stendur, með 19 stig úr 18 leikjum.

Í B-deild danska boltans lék Ari Leifsson allan leikinn í tapi Kolding gegn Vendsyssel. Kolding tapaði viðureigninni þrátt fyrir að eiga fleiri og betri færi en lokatölur urðu 2-1 og er Kolding með 5 stig eftir 4 umferðir.

Að lokum snúum við aftur til Þýskalands, þar sem Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn af bekknum í 1-0 tapi Hansa Rostock gegn Wehen í þriðju efstu deild þýska boltans.

Sveinn Aron spilaði síðasta hálftímann en tókst ekki að skora. Hansa Rostock er með eitt stig eftir tvær umferðir.

Ipswich 1 - 0 Nice
1-0 Axel Tuanzebe ('58)

Gladbach 2 - 0 Strasbourg

Rennes 1 - 1 Werder Bremen

Dusseldorf 0 - 0 Karlsruher

Gefle 0 - 4 Varberg

Vendsyssel 2 - 1 Kolding

Wehen 1 - 0 Hansa Rostock

Athugasemdir
banner
banner
banner