Heimild: Vísir
Vísir fjallar um það í dag að aðalmeðferð í máli Alberts Guðmundssonar muni fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag og föstudag í þessari viku.
Greint er frá því að Albert, sem er leikmaður Fiorentina á Ítalíu, komi til landsins og muni gefa skýrslu fyrir dómi.
Albert er ákærður fyrir kynferðisbrot. Í ákærunni segir að Albert hafi beitt nauðung.
Greint er frá því að Albert, sem er leikmaður Fiorentina á Ítalíu, komi til landsins og muni gefa skýrslu fyrir dómi.
Albert er ákærður fyrir kynferðisbrot. Í ákærunni segir að Albert hafi beitt nauðung.
Albert hefur neitað sök í málinu og verjandi hans gerði það sömuleiðis fyrir hönd skjólstæðings síns þegar ákæran var þingfest í héraði 3. júlí í sumar.
„Samkvæmt heimildum fréttastofu er reiknað með því að aðalmeðferðin taki tvo daga vegna mikils fjölda vitna sem ákæruvaldið ætlar að kalla fyrir dóminn," segir í frétt Vísis.
Albert hefur ekki verið með íslenska landsliðinu í sumar og ekki í nýliðnu landsliðsverkefni. Á meðan máli hefur verið til meðferðar hjá dómstólum hefur Albert ekki verið valinn í landsliðið.
Hann hefur glímt við meiðsli að undanförnu og hefur ekki spilað sinn fyrsta leik með Fiorentina eftir skiptin frá Genoa í sumar.
Athugasemdir