Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   fim 10. október 2024 17:55
Kjartan Leifur Sigurðsson
Andri Fannar: Hefur verið heiður að vera fyrirliði þessa liðs
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mér líður mjög illa. Þetta var ógeðslega svekkjandi og glatað." Segir Andri Fannar Baldursson, fyrirliði, eftir 2-0 tap Íslenska U21 liðsins gegn Litháen í undankeppni EM.

Lestu um leikinn: Ísland U21 0 -  2 Litáen U21

Ekkert gekk hjá liðinu í dag og það ýmislegt sem hefði mátt gera betur.

„Mér fannst vanta áræðni og vilja. Þeir fá ódýr mörk en við þurfum að skora gegn þessu liði í svona leik. Mörk vinna leiki og við skoruðum ekki í dag.

Andri Fannar var spurður hvort þetta hafi verið vanmat.

„Þetta var ekki okkar dagur. Þeir eru erfiðir og það er skrýtið að þeir voru ekki með stig en við eigum samt að vinna þennan leik, við erum með betra lið. Þeir nýta sín færi og vinna leikinn.

Með þessum úrslitum er ljóst að Ísland fer ekki á EM í Slóvakíu að ári.

„Þetta var draumur en það er búið. Riðillinn var upp og niður og Þetta var rússibani sem er ekki nógu gott. Við þurftum stöðugleika en svona er fotboltinn."

Andri Fannar hefur verið fyrirliði U21 liðsins og algjör lykilmaður. Nú fer ferli hans með U21 að ljúka.

„Þetta hefur verið góð reynsla. Alltaf gaman að spila fyrir Ísland og ég gef alltaf allt í það. Þetta hefur verið heiður að spila alla þessa leiki og vera fyrirliði"
Athugasemdir
banner
banner