Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 10. október 2024 18:30
Brynjar Ingi Erluson
„Gaman þegar maður fær hrós frá besta þjálfara heims“
Spænski vængmaðurinn Adama Traore var í skýjunum með samtalið sem hann átti með Pep Guardiola eftir 3-2 tap Fulham gegn Manchester City um helgina.

Eftir leik liðanna beindust myndavélarnar að Traore og Guardiola sem voru að fara yfir málin.

Traore var í unglingaliði Barcelona er Guardiola þjálfaði spænska liðið, en þeir hafa þekkst til fjölda ára.

Leikmaðurinn fékk því góð ráð fyrir spænska þjálfaranum eftir leikinn um helgina.

„Ég hef þekkt Pep til margra ára, en það er gaman þegar besti þjálfari heims hrósar manni. Hann kom til mín og gaf mér ráð hvernig ég átti að klára færin sem ég fékk gegn þeim,“ sagði Traore.



Athugasemdir
banner
banner