Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   sun 10. nóvember 2013 18:38
Alexander Freyr Tamimi
Nemanja Vidic fór beint á sjúkrahús
Nemanja Vidic, varnarmaður Manchester United, var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fengið svakalegt höfuðhögg í 1-0 sigri liðsins gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Serbneski landsliðsmaðurinn lenti í skelfilegu samstuði við David De Gea, markvörð United, undir lok fyrri hálfleiks og fór vankaður af velli. Var Tom Cleverley svo skipt inn á fyrir Vidic í hálfleik.

,,Nemanja Vidic fór á sjúkrahús,“ sagði David Moyes á blaðamannafundi eftir leikinn.

,,Ég sá ekki hversu slæmt þetta var af hliðarlínunni en ég veit að þetta var skelfilegt samstuð. Ég fæ að vita meira frá sjúkrateyminu síðar í kvöld.“

Sjá einnig:
Myndband: Vidic fékk hræðilegt höfuðhögg


Athugasemdir