Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
banner
   sun 10. desember 2023 12:20
Aksentije Milisic
„Juventus að þakka að ég hleyp ekki lengur eins og hauslaus hæna"

Weston McKennie, miðjumaður Juventus og bandaríska landsliðsins, hefur staðið sig vel á Ítalíu á þessari leiktíð.

McKennie var ekki í myndinni hjá Juventus á síðustu leiktíð en þá var hann á láni hjá Leeds United sem féll úr ensku úrvalsdeildinni. Kappinn hefur því komið mörgum á óvart með frammistöðu sinni hjá Juve á þessari leiktíð.


Juventus er í öðru sæti deildarinnar og berst um dolluna við Inter Milan þessa stundina. Liðið lagði Napoli að velli í fyrradag á heimavelli með einu marki gegn engu.

„Ég hef lært svo marga taktíska hluti hérna hjá Juventus. Þegar ég var hjá Schalke í Þýskalandi var þetta mikið fram og til baka. Það er eins á Englandi, hlaupið mikið en hérna er mikið spáð í taktíkinni, þetta snýst allt um að vera rétt staðsettur hverju sinni," sagði McKennie.

„Það var eitthvað sem ég þurfti til að bæta minn leik, að vera ekki hlaupandi út um allan völl eins og hauslaus hæna, það gerði allt miklu flóknara."

„Við viljum komast í Meistaradeildina á ný en kirsuberið ofan á kökuna væri að berjast um titilinn allt til enda."


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Milan 13 8 4 1 19 9 +10 28
2 Napoli 13 9 1 3 20 11 +9 28
3 Inter 13 9 0 4 28 13 +15 27
4 Roma 13 9 0 4 15 7 +8 27
5 Como 13 6 6 1 19 7 +12 24
6 Bologna 13 7 3 3 22 11 +11 24
7 Juventus 13 6 5 2 17 12 +5 23
8 Lazio 13 5 3 5 15 10 +5 18
9 Udinese 13 5 3 5 14 20 -6 18
10 Sassuolo 13 5 2 6 16 16 0 17
11 Cremonese 13 4 5 4 16 17 -1 17
12 Atalanta 13 3 7 3 16 14 +2 16
13 Torino 13 3 5 5 12 23 -11 14
14 Lecce 13 3 4 6 10 17 -7 13
15 Cagliari 13 2 5 6 13 19 -6 11
16 Genoa 13 2 5 6 13 20 -7 11
17 Parma 13 2 5 6 9 17 -8 11
18 Pisa 13 1 7 5 10 18 -8 10
19 Fiorentina 13 0 6 7 10 21 -11 6
20 Verona 13 0 6 7 8 20 -12 6
Athugasemdir