Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 11. janúar 2019 21:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pochettino og Solskjær mætast - „Engin auka hvatning"
Mynd: Getty Images
Á sunnudag tekur Tottenham á móti Manchester United. Mauricio Pochettino stjóri Tottenham og Ole Gunnar Solskjær eru þeir tveir líklegustu til að hreppa stjórastöðu Manchester United eftir leiktíðina.

Ole Gunnar Solskjaer er tímabundinn stjóri Manchester United en hefur sagst vilja halda starfinu áfram eftir tímabilið.

Mauricio Pochettino sagði á blaðamannafundi fyrir leikinn að hann efaðist um að Ole Gunnar Solskjær sæi þennan leik sem mikilvægari leik en ella út af því að Pochettino væri að stýra andstæðingum United.

„Leikurinn er nú þegar mikilvægur, við finnum enga auka hvatningu til þess að vinna út af því að við erum að stýra gegn hvor öðrum. Það er næg hvatning í því að stýra Manchester United fyrir hann og það er næg hvatning fyrir mig að stýra mínu liði, við hötum báðir að tapa," sagði Pochettino.

Fagnaði marki Solskjær í Barcelona
Pochettino sagði einnig á blaðamannafundinum frá því að hann hefði verið í stúkunni þegar að Solskjær skoraði í uppbótartíma í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 1999. Hann sagðist hafa fagnað markinu en hann hafi verið hlutlaus áhorfandi á leiknum. Myndbrot að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner