Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 11. janúar 2021 18:54
Brynjar Ingi Erluson
Gattuso um leik Napoli: Ekki alltaf eins og Brad Pitt
Gennaro Ivan Gattuso
Gennaro Ivan Gattuso
Mynd: Getty Images
Það er nokkuð augljóst að Gennaro Ivan Gattuso, þjálfari Napoli, er með blæti fyrir bandaríska leikaranum Brad Pitt en hann nefndi hann er hann ræddi um 2-1 sigur liðsins á Udinese.

Sigur Napoli var naumur en Lorenzo Insigne kom liðinu yfir áður en Kevin Lasagna jafnaði. Tiemoue Bakayoko tryggði þeim sigur.

Gattuso segir að sigurinn hafi ekki verið neitt sérstaklega fallegur og að stundum verði liðið að spila ljótan bolta. Napoli er í 6. sæti deildarinnar aðeins níu stigum á eftir toppliði Milan.

„Napoli vill alltaf spila fallegan fótbolta en stundum veit það á gott að spila ljótan fótbolta. Það er ekki alltaf hægt að vera eins og Brad Pitt með fallegt ljóst hár og blá augu. Stundum verður þú að vera ljótur eins og ég. Ég lít verr út en vanalega. Ég er allur bólginn útaf hormónasprautum en mér líður betur," sagði Gattuso.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Gattuso nefnir Brad Pitt við fjölmiðla en hann gerði það einmitt þegar hann þjálfaði AC Milan árið 2018 og var að undirbúa liðið fyrir leik gegn Arsenal í Evrópudeildinni.

Sjá einnig:
Gattuso: Við erum ekki Brad Pitt
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner