Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 11. febrúar 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
„Pjanic er jafn mjúkur og mozzarella ostur"
Miralem Pjanic
Miralem Pjanic
Mynd: Getty Images
Cobollo Gigli, fyrrum forseti ítalska stórliðsins Juventus, segir að félagið verði að leysa vandamálin á miðjunni og bendir á að Miralem Pjanic sé veiki hlekkurinn í liðinu.

Pjanic kom til Juventus frá Roma árið 2016 en hann hefur spilað yfir 150 leiki fyrir félagið og unnið deildina þrisvar sinnum.

Þá hefur hann öll árin verið í liði ársins á Ítalíu en Gigli, sem var forseti Juventus frá 2006 til 2009, er á því að PJanic sé veiki hlekkurinn í liðinu.

Juventus er á toppnum ásamt Inter en Gigli segir að það verði að leysa vandamálin á miðjunni.

„Erfiðleikarnir á miðjunni eru andlegir. Pjanic virðist jafn mjúkur og mozzarella ostur," sagði Gigli við Radio Sportiva.

„Hann virkar þreyttur og þarf líklega á hvíld að halda. Það verður að leysa vandamálin á miðjunni," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner