Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
   þri 11. júní 2019 22:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hannes: Mikið af hótunum og ljótum skilaboðum
Icelandair
Hannes stóð í marki Íslands.
Hannes stóð í marki Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er svo hrikalega glaður," sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, eftir 2-1 sigur á Tyrklandi í undankeppni EM 2020 í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Tyrkland

„Þetta var æðislegt og gerist ekki betra."

„Við lokuðum á allt sem þeir voru að reyna og það er búið að vera aðdragandi að þessu, smá titringur - drama. Þeir eru búnir að vera að leggjast á okkur á okkar samfélagsmiðlum og það er búið að vera mikið af hótunum og ljótum skilaboðum. Við ætluðum að mæta klárir í dag og taka þetta verkefni og loka því."

„Það eru allir að fá fullt af skilaboðum," sagði Hannes, en margir Íslendingar hafa fengið ljót skilaboðum frá Tyrkjum undanfarna daga.

Ástæðan er sú að tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í 80 mínútur á Keflavíkurflugvelli. Þeir þurftu að fara í gegnum vegabréfaskoðun og öryggisleit vegna þess að þeir komu frá óvottuðum flugvelli.

Fjölmargir stuðningsmenn Tyrklands reiddust þá þegar maður beindi uppþvottabursta að fyrirliða tyrkneska liðsins við komuna til Íslands. Síðar hefur komið í ljós að umræddur maður er belgískur.

„Það var alveg nóg eitt og sér að þurfa þrjú stig, en þetta gaf extra blóð á tennurnar."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner